Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 37
Okur og skyld brot. 99 til þess að brjóta lögin, ef hann krefst of hárra vaxta, en liinn neitar, og yrði þá víst refsilaus, því að ákvæði III. kafla hegnl. um tilraun gilda ekki um þessi brot beinlínis. En ef síðari spurningunni er svarað játandi, þá er fyrst um refsivert brot að tefla, þegar væntanlegur lántakandi hefur gengið að skilyrði væntanlegs lánveitanda. Líklega á að svara síðari spurningunni játandi, og aðili vinnur sér þá fyrst til refsingar, er samningur tekst um vaxtakjörin. Yrði þá ekki refsað fyrir tilraunina, því að þá yrði refs- ingin ekki miðuð við neinn ólöglegan óvinning, því að engum slíkum ávinningi hefur þá verið lofað. Þá hefur ekki annað gerzt en það, að aðili hefur gert gagnaðilja sínum tilboð, sem inn síðarnefndi hefur ekki samþykkt. Segja má, að vafi um skýringu þess ákvæðis eigi að koma sökunaut til hags eftir reglunni in dubio pro reo. Ef ólöglegur ávinningur hefur verið „áskilinn", sbr. hér að framan, þá verður viðtaka hans ekki talin sérstakt brot, heldur einungis eðlilegur liður í inum ólöglega verknaði, sem valda kynni refsihækkun. Ef ekkert skilyrði hefur verið sett um óleyfilega vexti, en lántakandi býður fram hærri vexti en lög mæla og við þeim er tekið, þá verður viðtakan sjálfstætt brot, sem auðvitað varðar refsingu samkvæmt 2. málsgr. 6. gr. okurlaganna. Ef lánveitandi hefur hins vegar „áskilið" sér óleyfilegt endurgjald fyrir veitingu lánstrausts, en tekur þó ekki við því óleyfilega háu, þá mundi það valda refsilækkun eða niðurfalli refs- ingar samkvæmt 7. tölulið eða niðurlagsákvæði 74. gr. hegnl. Bæði þessi tilvik geta vel gerzt. Lántakandi telur sig hafa haft svo mikinn hag af hjálp lánveitanda, að hann vill þægja honum ríflega fyrir hjálpina, sem veitt kann að hafa verið með nokkurri áhættu. Og lánveitandi sér sig um hönd, er hann athugar málið betur og afræður að taka ekki við endurgjaldi fyrir lánstraustsveitinguna framar en lög leyfa. Geta má þess enn, að fyrningarreglur 81. gr. almennra hegningarlaga taka ekki til brota samkvæmt 2.—5. gr. okurlaganna. En notkun þeirra per analogiam kemur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.