Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 40
302 Tvnarit lögfræOinga. um löggerninga (lov om aftaler). 1 grein þessari er engin refsing lögð við þeim verknaði, sem þar greinir, heldur einungis kveðið á um gildi þeirra athafna miili aðilja. Þegar okurlögin voru sett, voru almenn hegningarlög 25. júní 1869 enn í gildi, og refsiræmi þessai’a athafna fór þvi í öndverðu eftir þeim. Munu þær allar eða flestar hafa verið refsilausar samkvæmt þeim hegningarlögum, en nú tekur 253. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til flestra þeirra. Skal nú fyrst athuga fjármunaréttar- þýSingu athafna samkvæmt 7. gr. okurlaganna, en síðar refsiréttarþýSingu þeirra athafna, sem 253. gr. hegnl. tekur til. II. 1. Verknaður sá, sem í 7. gr. okurlaganna getur, hefur verið kallaður misneyting, og er fólginn í þessu: a) Að nota sér bágindi annars manns. Þau bágindi mundu venjulega stafa af fjárkröggum aðilja sjálfs eða annarra, sem honum eru ávarðir eða honum tekur sárt til, eða háska, sem aðili eða vandamaður hans er í, eða yfir vofir. — Það mundi auðvitað ekki skipta máli í þessu sambandi, þótt bágindi séu aðilja eða öðrum, sem honum er annt um, sjálfskaparvíti. Yfir manni vofir t. d. kæra fyrir refsivert athæfi eða einkamál á hendur honum til bóta fyrir eitthvert vansæmandi verk, nema hann gjaldi tilteknar bætur, sem hann brestur fé eða að minnsta kosti handbært fé til. Bágindin geta stafað af refsiverðri hátt- semi þriðja manns, t. d. hótun um uppljóstrun einhvers, sem aðilja eða öðrum manni, honum nákomnum, mundi horfa til mannskemmda, ef kunnugt yrði, o. s. frv. Það mundi ekki heldur skipta máli, þó að aðili hafi lagt skakkt mat á örðugleika sína, ef gagnaðili hans notaði sér af þeim, hvort sem þeir eru ímyndaðir eða raunverulegir. b) Að nota sér af einfeldni annars manns- Undirrót ein- feldninnar er oft vitskortur um það efni, sem um er að véla. Sá, sem fullt eða sæmilegt vit hefur á því, sem hann hyggst að gera, er ekki einfaldur á því sviði. Vitskortur þarf þó vitanlega ekki að hafa einfeldni í för með sér, því að hann kann að vera samfara gætni og jafnvel tor-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.