Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 42
104 Tímarit. lögfrœöinga. verið kallað léttúð, ef A keypti í fardögum ær óséðar af B, sem orðlagður er í sveit sinni fyrir góða meðferð fén- aðar síns, en hitt mundi kallað léttúð, ef hann gerði slík kaup; við C, sem væri jafn kunnur að illri meðferð á fén- aði sínum. Stundum er máli svo farið, að ómögulegt er að skera úr því með venjulegri athugun, hvort hlutur svari til lýsingar þeirrar, sem á honum er gefin, og verður hvor- ugum aðilja um kennt, þótt ekki standi heima. Og verður aðili þá ekki talinn hafa sýnt af sér léttúð. A keypti t. d. 4 kýr af B að vori. Þær voru sagðar eiga að bera tiltekna tíma næsta haust eða vetur, og vissi B ekki annað, en að það væri rétt. En svo reyndust allar kýrnar tímalausar. A varð hér ekki talinn hafa sýnt nokkra léttúð, því að ekki var þá venja, að rannsókn kunnáttumanns á kelfingu kúa væri höfð, áður en slík kaup væru gerð. A gat því ekki leyst sig undan löggerningnum vegna þess, að hann hefði sýnt af sér léttúð. Hitt er annað mál, að kaupin voru gerð á rangri forsendu; og að seljandi átti að hafa áhættuna á þessu atriði. I ýmsum skiptum mundi það engu máli skipta, hvort aðili væri talinn hafa sýnt léttúð eða ekki, enda hafi hann ekki verið véltur með nokkurum hætti. Svo er t. d. um margskonar spákaupmennsku. Sá, sem kaupir verðbréf í þeirri fölsku von, að þau muni hækka í verði, getur al- mennt ekki borið það fyrir sig til ógildingar kaupi sínu, að hann hafi sýnt af sér léttúð, sem kaupunautur hans hafi notað sér af. Iíitt er annað mál, að fákunnátta eða einfeldni kann að hafa átt þátt sinn í þessum og slíkum öðrum kaupum, og kaupunautur kann að hafa fært sér það í nyt. Annars eru mörkin sjálfsagt æði óglögg milli léttúðar annars vegar og fákunnáttu hins vegar. Telja má það oft léttúð, ef maður gerir löggerning um atriði, sem hann ber ekki skynbragð á. Einfeldningurinn verður þar ■a móti siður sakaður um léttúð, því að hann vefst í lög- gerningum vegna trúgirni sinnar og heldur sig gera góð kaup af þeirri ástæðu. Fákunnandi maður kann að vera tortrygginn, og það má bjarga honum. En einfeldninginn vantar nauðsynlega tortryggni, og því verður hann kaup-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.