Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 52
114 Tlmarit lögfrœðinga. Framkvæmd laga nr. 85 1936 um með- ferð einkamála í héraði. Framkvæmd laga nr. 85/1936 hefur að sumu leyti orðið með nokkrum erfiðleikum. Fyrstu árin eftir gildistöku lag- anna mátti það jafnvel teljast undantekning, ef héraðs- dómarar og málflutningsmenn færu að öllu leyti eftir þeim. In gamla tilhögun sýnist hafa verið þeim svo inngróin, ef ekki hjartfólgin, að þeir áttu mjög bágt með að fella sig við eða tileinka sér fyrirmæli inna nýju laga. Skriflegur mál- flutningur, þar sem málflytjendur fengu frest á frest ofan til þess að karpa um staðreyndir og málsástæður, var aðal- einkenni innar gömlu málsmeðferðar. Dómari kynnti sér lítt málavöxtu eða málflutning fyrr en mál hafði verið tekið til dóms. Þá varð dómari að lesa öll in mörgu sóknar- og varnarskjöl, enda þótt reynslan væri sú, að ekkert væri nýtt í öllum þeim skjölum, nema fyrstu tveimur sóknar og varnarskjölunum. Þótt svo væri, þá varð það ekki með öllu víst, nema eitthvað væri, sem máli skipti, í síðari mál- flutningsskjölum, og þess vegna hlaut dómari að lesa þau öll. Dómari hafði venjulega nauðalítil áhrif á gang máls- ins, meðan málflutningur stóð. Á þessu varð mikil breyting með ákvæðum inna nýju laga. Breytingar þær, sem hér skipta einkum máli, voru aðallega þessar, í stuttu máli sagt: 1. Þegar er mál hefur verið þingfest ber sækjanda að leggja fram þau skjöl, er mál hans varða og hann byggir kröfur sínar á. Þetta gildir auðvitað með þeim fyrirvara, að sækjandi hafi þá aflað þeirra skjala, því að almennt má hann leggja þau síðar fram, ef ekki verður vanrækslu hans um kennt eða samþykki verjanda er til þess. Einnig ber sækjanda að leggja fram greinargerð um málsatvik og kröfur sínar. Venjulega eru þær kröfur greindar nægi- lega í stefnu. Ef verjandi sækir dóm óstefndur, þá er full- komin kröfugerð nauðsynleg í greinargerð sækjanda. Verj-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.