Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 8
Grein sú, sem hér birtist, fjallar um héraðsdómendur í Reykjavík, stöðu þeirra og starf. Meðdómendur svo og dómendur í fógeta-, uppboðs- og skiptarétti, eru þó utan ramma þessarar greinar. II. A þjóðveldistima íslands voru mál i liéraði dæmd á vorþingum. Nefndu goðar menn í dóma og veittu þeim forstöðu. Með gildistöku Járnsíðu árið 1271 og Jónsbókar árið 1281 voru vorþingin lögð niður, en landinu skipt í þing, sem sýslumenn voru skipaðir yfir. Dæmdu þeir mál hver i sínu héraði ásamt dómsmönnum, sem þeir sjálfir til- nefndu. Þegar réttarfarsreglur Norsku laga Kristjáns V. voru lögskipaðar með konungsbréfi 2. maí 1732, tóku sýslu- menn að dæma mál sjálfir i héraði utan í æru- og líf- leysissökum og landaþrætumálum. Þeir rannsökuðu og dæmdu opinber mál og kváðu upp dóma i einkamálum hver i sinni sýslu. Siðar urðu kaupstaðir landsins sérstök lögsagnarumdæmi, og var þá héraðsdómari þeirra nefnd- ur bæjarfógeti. Með konunglegri auglýsingu 18. ágúst 1786 voru Reykja- vík og fimm stöðum öðrum veitt kaupstaðarréttindi. Fvrst í stað hélt sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósar- sýslu áfram að vera héraðsdómari i Reykjavík, en með konungsúrskurði 15. april 1803 var ákveðið að gera bæ- inn að sérstöku lögsagnarumdæmi og skipa þar bæjar- fógeta. Komu öll dómsstörf i umdæminu undir hann. Var sú skipan óbreytt þegar Island varð sjálfstætt og full- valda rílci, 1. desember 1918. Á tímabilinu 1913—1918 var tala dómfelldra manna í opinberum málum i Revkjavík og annarsstaðar á land- inu, svo og fjöldi sekta án dóms, sem liér segir: 9 77 m arit 1 (k/frarðinc/a

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.