Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Blaðsíða 20
„Annar kostnaÖur yrði svo af skipun 3—5 sakadóni-
ara, en sannleikurinn er sá, að það er lítill kostnaður.
Eina breytingin er sem sagt sú, að þeir, sem nú starfa
að þessu, fá sérstaka stöðu. En það er óheppilegt fyrir-
komulag hér, að i samhandi við embætti sakadómara
starfa margir menn við dómstörf vegna anna, og er því
hið eina rétta, að þeir hafi sjálfstæðar stöður og geri
það á eigin áb}rrgð, er þeir dæma menn i fangelsi eða
af þeim æruna. Ég tel það því til stórra bóta og kostn-
aðinn hverfandi.“
Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og til allsherjar-
nefndar. Nefndarálit kom ekki, og frumvarpið var ekki
tekið aftur á dagskrá.
Árið 1949 var frumvarpið borið aftur fram á Alþing'i
sem stjórnarfrumvarp, en lilaut sömu örlög og áður.
I frumvarpinu voru ákvæði um stofnun tveggja em-
bætta, saksóknara rikisins og rannsóknarstjóra, auk fjölg-
unar embættisdómara í sakadómi Reykjavíkur.
Talið mun iiafa verið, að útgjaldaaukning ríkissjóðs
vegna þessara embættafjölgunar liafi vaxið þingmönn-
um í augum.
Var þá gripið til þess ráðs, að skipta frumvarpinu i
tvennt, annars vegar frumvarp um meðferð opinberra
mála, en liins vegar frumvarp um saksóknara rikisins
og rannsóknarstjóra, og voru þau bæði lögð fram sem
stjórnarfrumvörp á Alþingi 1950.
Yar í fyrra frumvarpinu fellt niður ákvæðið um fjölg-
un sakadómara í Reykjavik, en í staðinn var 15. gr. 1.
mgr. þess breylt á þann veg, að „dómari getur látið fuli-
trúa sinn framkvæma rannsókn fyrir dómi og kveða upp
dóma og úrskurði.“
Frumvarp þetta var samþykkt á Alþingi, og eru það
lög nr. 27, 5. marz 1951. Komu þau til framkvæmda 1.
júií 1951.
Á þessum tima var svo komið og hafði verið um skeið,
að fulltrúar sakadómara rannsökuðu og dæmdu í raun-
11
Tím nriI Iöc/frcrdincjn