Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 29
tekningu um menn, sem sérstakan orðstir hafa getið sér fyrir ritstörf um lögfræðileg efni.“ í atlmgasemdum við einkamálalagafrumvarpið, þegar það var lagt fram á Alþingi, er tekið fram að það hafi tíðkazt, að lögfræðikandidatar hafi verið skipaðir i sýslu- mannsembætti alveg nýkomnir frá prófborði, án þess að þeir hefðu fengið nokkra æfingu eða reynslu. Síðan segir: „Þetta hefur ekki verið heppilegt. Mennirnir hafa ekki fengið þann þroska, sem nauðsynlegur má teljast til að fara með héraðsdómara- og sýslumannsembættin“. Enn- fremur segir: „En það virðist ekki vera of hörð krafa, þó að 25 ára aldur sé gerður að dómaraskilyrði almennt, þvi að naumast mun veita af þeirri lífsrevnslu, sem 25 ára gamlir menn hafa aflað sér, til dómarastarfa.“ Fulltrúar borgardómara og sakadómara mega bins veg- ar vera 21 árs gamlir og ekki þurfa þeir að hafa gegnt öðrum tilteknum störfum áður, heldur mega vera alveg nýkomnir frá prófborði, án þess að þeir hafi fengið nokkra æfingu eða reynslu í lögfræðistarfi. 4. 1 hugtakinu „embættismaður“ felst, að hann gegnir stöðu að staðaldri eða um lengri, ótiltekinn tíma. Þá er skipunarbréf- opinberra starfsmanna venjulega ótíma- bundið. Hins vegar er löggilding fulltrúa bundin við tiltekna persónu, einn nafngreindan embætlisdómara. Þegar sá maður hættir starfi, er löggilding fulltrúans niður fallin og þarf 'hann þá að fá nýja löggildingu sem fulltrúi þess manns, sem við embættinu tekur. 5. Samkvæmt 9. gr. sbr. 1. gr. laga nr. 92, 24. des- ember 1955, talca borgardómari og sakadómari laun sam- kvæmt III. launaflokki, en fulltrúar þeirra 1. stigs laun samkvæmt VI. launaflokki og fulltrúar þeirra 2. stigs samkvæmt VII. launaflokki ríkisins. Jafnframt er tekið fram, að eigi megi aðrir taka laun sem 1. stigs fulltrúar en „þeir, sem samkvæml úrskurði dómsmálaráðberra hafa dómsstörf að aðalstarfi og liafa gegnt slíku starfi Tímaril lögfruulinya 23

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.