Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Page 34
á verki eða vanrækslu fulltrúa, má efast um skaðabóta- ábyrgð hans. Svo er máli farið, að oftast — og reyndar alltaf i kaupstöðum — er liéraðsdómara löggiltur fulltrúi, af því að vitað er, að liann getur alls ekki annað sjálfur öllum þeim störfum, sem vinna ber í embætti hans. Lögmaður í Revkjavík getur t. d. alls ekki framkvæmt sjálfur allar fógetagerðir, útgáfu veðbókarvottorða og fast- eignal)ókhald. En þessum störfum getur skaðabótaábyrgð verið sérstaklega samfara. Það virðist sennilegra, að rikis- valdið, sem hefur ákveðið embættismanni störf, sem það veit, að hann hlýtur að þurfa aðstoð til að vinna, beri almennt sjálft skaðabótaábyrgð á slíkum aðstoðarmönn- um, sem það löggildir til þess að vinna störfin. Dóms- málaráðherra þarf engan að löggilda, sem hann telur ekki trúandi til að vinna þau, fremur en hann þarf að skipa dómara, sem hann trúir ekki til að rækja það starf. Ríkisvaldinu er skylt að láta vinna embættisstörfin fyrir almenning og þegar það hleður störfum á embættismann, sem allir vita, að er á engis eins manns færi að vinna, þá verður óbjákvæmilegt að löggilda honum til aðstoðar, einn eða fleiri, til að vinna þau með honum, en þá er líka eðlilegast að ríkissjóður beri skaðabótaábvrgð gagnvart almenningi. Það virðist nægilegt aðhald að embættismanni um gæzlu á þeim störfum, sem fulltrúi hans vinnur, að embættismaðurinn skal bæta tjón, er hlýzt af vangæzlu hans um val á manni og um fvrirskipanir og af eftirlits- skorti."1) Eftir að lög nr. 27, 1951 tóku gildi, liggur ábvrgð em- bættisdómara á dómaraverkum fulltrúa þeirra Ijósar fvr- ir. I XVIII. kafla þeirra laga eru ítarleg ákvæði um bæt- ur lil handa sökuðum mönnum o. fl. vegna ýmiskonar aðgerða lögreglumanna og dómara í ojnnberum málum og i 155. gr. laganna segir, að rikissjóður ábvrgist jafn- 1) Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði. (Fjölritað). Reykjavik, 1941, bls. 60. 28 Tímarit lugfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.