Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 41
4. Hin nvja skipan stuðlar að því, að æfðir og reynd-
ir menn gegni dómraastörfum. Nú er það algengt, að
dómfulltrúar hverfi frá því starfi, þegar þeir liafa öðl-
azt tilskilda rejmslu til að verða héraðsdómslögmenn, en
við starfi þeirra taki menn nýkomnir frá prófborði. Dóms-
störf eru svo vandasöm og mikilvæg störf, að æskilegt
er að þau 'hafi á hendi menn, sem öðlazt hafa reynslu og
hafá ákveðið að gera það starf að frambúðarstarfi sinu.
5. Það evkur traust dómfellda, málsaðilja og almenn-
ings á héraðsdómi og niðurstöðu hans, ef dómarinn er
ekki aðeins varamaður eða fulltrúi annars manns, held-
ur skipaður dómari með réttindum hans og skjddum.
Skipan dómara eykur reisn dómsins og auðveldar þar
með starf hans.
6. Hin nýja skipan ætti að geta orðið verulegur áfangi
á þeirri leið að skilja rannsóknarvaldið frá dómsvaldinu
í Rejdvjavík, a.m.k. losa dómsvaldið við frumrannsóknir
í hversdagslegum brotamálum. Þessa sundurgreining
rannsóknarvalds og dómsvalds bafa lýðræðisþjóðir Vest-
urlanda talið vera sjálfsagða, bæði vegna sakborninga
og dómstólanna sjálfra,
7. Hvergi.í nálægum menningaiTÍkjum, og þó víðar
væri leitað, þekkist slíkt fulltrúafyrirkomulag, sem nú
er í sakadómi og borgardómi í Reykjavík. Hvarvetna er-
lendis dæma i héraði skipaðir dómarar, en hvergi fulltrú-
ar dómara.
Sem aðeins eitt dæmi má nefna höfuðstað Noregs. 1
borgardómi Osló, sem dæmir bæði einkamál og opinber
mál, eru 23 sjálfstæðir dómarar auk forseta dómsins.
Dómfulltrúafyrirkomulagið í Revkjavík er útlending-
um óskiljanlegt. Þeir fá ekki skilið, að í lýðríki, sem býr
við frjálsa stjórnskipan, skuli skipan liéraðsdóms í liöf-
uðstaðnum vera með þeim ólíkindum, sem raun er á.
8. Þau ólíkindi, eru fólgin í því, að þetta fulltrúa-
fvrirkomulag liéraðsdóms í Revkjavik brýtur ekki aðeins
gegn réttlæti, heldur einnig gegn siðgæði.
Tímarit lögfræðinga
35