Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 48
Fróðlegt er að veita því athvgli, að töluverðrar andstöðu
gætir gegn því, livernig blóðrannsóknir eru notaðar í
Bandaríkjunum. Ef breytingartillögur, sem fram hafa
komið, yrðu samþykktar mundi málsmeðferð okkar verða
miklu likari þvi sem tíðkast á Norðurlöndum.
1 nýlegu tölublaði „The American Bar Association Jour-
nal“ frá janúar 1960 er grein eftir Horace G. Campbell,
lækni i Denver Colorado. Hann gagnrýnir, bvernig dóm-
stólar og saksóknax-ar i Bandarikjunum beita reglum um
efnaprófanir. Fyrst tilgreinir hann tölur, er gefa til kynna,
að um áfengisneyzlu hafi verið að ræða í nálega helmingi
alli-a tilfella, þar sem orðið hafa banaslys. Hann rengir
opinberar skýrslur, þar sem frarn kemur, að hundraðstala
slvsa í sambandi við áfengisneyzlu sé miklu lægri.
Hann segir, að vandamál það, sem skapazt hefur í sam-
bandi við misnotkun meðmæla „National Saftv Council“,
en útdráttur þeirra er birtur bér að ofan, stafi af notkun
tölunnar 0,15% miðað við þunga er áfengismagn i blóðinu
er ákvarðað. Eins og blóðprófunin sé nú notuð, líti dóm-
stólar í Bandarikjunum svo á, að því aðeins sé um áhrif
áfengis að ræða, að áfengismagn blóðsins sé 0,15%. Lög-
reglumenn lcæri ekki ökumenn fyrir ölvun við akstur sé
hundraðstalan lægri en þetta, en kjósi heldur að korna
fram kæru á öðrum grundvelli, svo sem að um hraðan
eða ógætilegan akstur sé að ræða, þvi að þeir séu þess
fullvissir, að um sakfellingu geti ekki orðið að i'æða
nema áfengismagnið nái 0,íö% miðað við þunga. Dr.
Campbell segir, að talan 0,15% hafi verið ákveðin þann-
ig, að hún yrði elcki vefengd sem sönnun þess að um
ölvun væri að ræða. Þessari tölu hafi ekki verið ætlað
að vera tala sú, er með þvrfti til þess að sanna að um
áhrif áfengs drvkkjar væri að í'æða. Viðhorf dómstóla
virðist þó vera það, að blóðrannsókn, er sýnir 0,14%
áfengismagn leiði i ljós, að ökumaður geti ekið örugg-
lega. 1 raun og veru, segir lxann, er líklegt að aðeins
42
Timarit lögfræðinya