Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 49
einn einstaklingur af milljón gæti ekið með fullu ör-
yggi, ef 0,14% alkóhól er í blóði lians.
Nýrri tölur koma frá ráðstefnu, sem haldin var í Indiana
1958, þar er mælt með eftirfarandi: „Samkvæmt gögnum,
sem lögð hafa verið fram hér á ráðstefnunni, er álit nefnd-
arinnar, að áfengismagn í blóði, er nær 0,05% spilli vissu-
lega ökuhæfni sumra einstaklinga, og er alkóhólinnihald
hlóðsins eykst verði tiltölulega liærri iiundraðshluti öku-
manna vanhæfur til aksturs, þar til áfengismagnið er kom-
ið upp i 0,10% en þá er hæfni allra ökumanna greinilega
skert.
1 „The American Medical Association Journal“, 169.
bindi, bls. 1195, 14. marz 1955, er birtur fræðilegur leiðar-
vísir lianda læknum til ákvörðunar ökuhæfni. Leiðarvís-
inn gerði nefnd sú, er fjallar um læknisfræðilega lilið
meiðsla og dauða af völdum bifreiðaslvsa.
Þar segir: „Tvær flöskur, 360 gr. af bjór er inniheldur
3,2% áfengismagn eða 60 gr. af whisky, sem neytt er á
styttri tíma en einni klukkustund, kemur venjulegum hóf-
drykkjumanni á það stig, að ökuhæfni hans hefur
hrakað, þ. e. ef alkóhólmagnið í blóðinu er meira en 0,35%.
Venjulegum einstakling með hundraðstöluna 0,05% eða
liærri hefur hrakað allverulega í ökuhæfni og getur verið
hættulegur á þjóðvegi“.
Þó er enn lítil viðurkenning fengin á þessum staðhæf-
ingum. Dómstólar og saksóknarar í Bandaríkjunum krefj-
ast mjög sterkra raka áður en þeir sakfella menn fyrir
ölvun við akstur.
Skoðun þess, er þetta ritar er sú, að fylgja bæri for-
dæmi Norðurlanda í meðferð slíkra mála, Án þess að að-
hyllast eina skoðun fremur en aðra, er auðvelt að sjá, að
bandarískur borgari kvnni að álíta, að islenzk lög væru
mjög ströng. Ég vona að greinarkorn þetta hjálpi íslenzk-
um lögfræðingum að skilja livers vegna sjónarmið þetta
kemur fram, enda þótt þeir séu þess fullvissir að íslenzk
lög séu réttlát.
Tímarit löfjfrœðinga
43