Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Page 51
Nýmæli í lögum
Á fyrra hluta ársins 1961 var rikisstjórn og Alþingi
mjög athafnasamt á sviði löggjafar.
Fyrst má nefna auglýsingu á samkomulagi um lausn
fiskveiðideilunnar við Breta nr. 4, 11. marz 1961, sbr.
ályktun Alþingis 9. marz.
Ný bankalöggjöf hefur verið sett, og má þar nefna:
Lög um Seðlabanka íslands nr. 10, 29. marz 1961, Lög
um Landsbanka Islands nr. 11 29. marz 1961, Lög um
Ltvegsbanka íslands nr. 12, 29. marz 1961. Lög nr. 13,
29. marz 1961 um breytingu á lögum nr. 17, 10. febrúar
1953 um Framkvæmdabanka íslands, og samþykkt fyrir
Yerzlunarbanka Islands h/f nr. 19, 18. marz 1961.
Ný sveitarstjórnarlög nr. 58, 29. marz 1961, öðlast gildi
1. jan. 1962. Lögin hafa mörg nýmæli. Hér skal aðeins
bent á 10. gr. laganna, en þar eru ítarleg ákvæði um,
hver hlutverk sveitarstjórnum er skylt að annast og síð-
an hvert hlutverk þeirra er að öðru levti. I 11. gr. eru
ákvæði um, ráðstöfunarrétt sveitarfélaga m. a. á eignum.
Hér er um mikilvægar og víðtækar takmarkanir að ræða,
er miklu skipta hvern þann, er starfar á sviði lögfræði
og viðskipta. Er því rétt að taka greinina hér upp:
„Ráðstafanir sveitarfélaga eru háðar þeim takmörk-
unum, sem liér skal greina:
a) Hækkun útsvara er háð samþykki ráðunevtis eða
sýsiunefnda, samkvæmt ákvæðum gildandi laga.
b) Kröfu sveitarfélags til útsvars og skatts má ekki
selja og veðsetning slíkrar kröfu er aðeins lieimil vegna
rekstrarlána, sem endurgreiða skal fyrir næstu árslok.
c) Sala eigna og tækja, sem nauðsynleg eru vegna
framvæmda, skv. 10. gr. A, er óheimil, svo og aðrar þær
ráðstafanir á þeýn eignum og tækjum, sem brjóta í bága
við framkvæmdir samkvæmt téðum ákvæðum. Yeðsetn-
45
Timarit Iögfnvðinga