Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 4
aði England, var afkomandi Göngu-Hrólfs í fimmta lið. Dr. E. A. Freeman, hinn frægi sagnfræðingur, segir um Xormandíumenn, en orðin eiga engu síður við alla, sem þátt tóku í þessum vikingaferðum: „í öllum löndum, sem þeir sigruðu, glötuðust þeir. Þeir tóku upp tungu og siði, sem ríkjandi voru þar sem þeir settust að. En um leið höfðu þeir varanleg áhrif á þjóðareinkenni og lifnaðarháttu þeirra þjóða, sem þeir hlönduðust.“ í sumum tilvikum komu víkingarnir að óbvggðum löndum. Það var um landnám að ræða og þar kom hugar- far þessara víkinga jafnvel betur í ljós. Þar her auð- vitað fvrst og fremst að nefna ísland, en um leið mætti benda á evjuna Mön, því að þar komst þingræði á mjög snemma og mun hafa verið sniðið eftir Gulaþingi. Þing- menn mættust á velli undir herum himni og er þingið nú kallað Tymvald Court. Gaman væri að rekja merk- ingu orðsins „Tymvald“, en út í það skal ekki farið hér. Það er óþarfi og væri ófyrirgefanleg dirfska af mér að tala um landnám íslands. Ég vil aðeins biðja þess, að þið hafið í huga goðorðin fornu. En nú er til önnur landnámssaga, og er hún að mörgu leyti svipuð lhnni fyrri, jafnvel þótt eitt þúsund og eitt ár heri á milli. Það er landnám Vestur-íslendinga. Að einu leyti var landnámið í Vesturheimi frábrugoið liinu fyrra, því að þar setiust landnemarnir bæði í óhyggð- um, tiltölulega langt frá öðrum byggðum, og í hyggð- um, þar sem annarra þjóða innflytjendur höfðu áður numið lönd. Hér gefst tækifæri til að veita íslenzkum landnámsmönnum athygli, bæði út af fyrir sig utan eiginlegs lögsagnar-umdæmis og í byggðum og fylkj- um, eða ríkjum meðal innflvtjenda af öðrum þjóðern- um. Söguríkasta landnámið var auðvitað, þar sem var algjör óbyggð, en samt bregður fyrir hinu sama íslenzka eðli og liugarfari, hvar sem íslendingar settust að, en ekki á svo auðsæjan og auðskiljanlegan hátt. 2 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.