Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 7
í október 1875. Þetta einka-hérað Islendinga var alger- lega óskipulagt og laut ekki neinni fylkisstjórn. Það má lita á þessa landnámsmenn svipað og á landnámsmenn- ina fornu, er sigldu til Islands og mj’nduðu þar goðorð. Eins og gefur að skilja, þá lögðu þessir íslenzku land- námsmenn, eins og aðrir þjóðflokkar, einkum alúð við það, sem þeim var kærast. Þess vegna er það svo afar sögulegt, á hvaða hátt þessir landnámsmenn notuðu frelsið og valdið, sem þeim hafði vei’ið fengið í hendur. Þar koma íslenzkir mannkostir i ljós. Fvi’st og frernst varð að sjá fyrir hrýnustu nauðsynj- urn, byggja hjálkakofa og það í mesta flýti, því að fyrsti hópurinn kom seint i október. Öbirktum trjám var hlaðið í veggi, en oft voru rifur á milli, ef trén voru ekki bein. Einn landnámsmannanna, Símon Simonarson, segir, að í nóvember liafi hann veikzt í „þessu hörmu- lega heimkvnni af vökum, striti, vosbúð og leiðinlegri fæðu.“ Tveir hópar komu í júlí árið eftir og sigldu norður að ármynni fljóts, sem þeir nefndu íslendingafljót. Það sumar var landssvæðið mælt út i ferhyrningsmilur og um leið nxældi stjórnin út hæjarstæði eitt, þar sem Gimli stendur nú*og annað á hökkum íslendingafljót, sem fyrst var kallað „Lundur“, en nú Riverton. Ei’fiði frumbýlinganna er auðskilið, en hefði þó elclci verið svo frábrugðið því, senx átti sér stað i öðrum ný- byggðum, ef svo liörixiulega hefði ekki viljað til, að bólu- sótt hrauzt út í byggðinni í september 1876 og var svæsn- ust í norðui’byggðinni, þar sem landnemarnir voru ný- komnir. Skýrslur sýna, að 102 Islendingar liafa látizt, mest hörn og unglingar, en um þriðjungur allra byggðar- húa sýktust af bólunni. Þrátt fyrir allar þessar hörmungar og erfiðleika, leið eigi á löngu, áður en hyrjað var á því, sem á sér dýpst- ar rætur í islenzku eðli, en það var að semja lög og reglur, sem gilt gætu og viðeigandi væru fyrir hið nýja Tímarit lögfræðinga o

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.