Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 13
ur og Dýir stofnuðu. Þeir vörðu þetta slavneska hérað gegn árásum Tata-Mongóliumanna, sem herjuðu að austan. Deildin í íslenzkum fræðum við Háskóla Manitóbafylkis. Annað dæmi er þátttaka Vestur-íslendinga, þegar haf- izt var handa um að safna $ 200.000.00 til að stofna deild á varanlegum grundvelli við háskóla Manitóha- fylkis í íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum. Þar kom í ljós viðhorf manna, þegar að því virtist vera að koma, að sumu af því dýrmætasta i fari þeirra væri hætta búin. Þetta má útskýra bezt með því að gefa ykkur eitt dæmi. Það eitt er nóg. Þvi að það er svo sláandi. Ég var staddur úti á landi i islenzkri h}'ggð á vegum stofnnefndar deildarinnar, og var að tala við mann, sem kalla mætti óðalsbónda þar vestra. Þess verður að geta, að nefndin hafði ákveðið, að þar til $ 100.000.00 upphæð væri náð, vrðu framlög að vera ekki minni en $ 1000.00 frá hverjum manni og allir, sem gæfu þá upphæð eða meira, teldust stofnendur kennslustólsins. Það var því annaðhvort um $ 1000.00 eða ekkert að ræða. Þessi bóndi var giftur maður og átti hörn á skólaaldri. Þau eldri, sagði hann mér, kynnu dálitið í íslenzku, en væru treg að tala hana; hin kynnu sama sem ekkert í íslenzlcu. Þegar ég kom að erindinu, mælti þessi góði íslend- ingur hreinskilnislega á þessa leið: Mér þykir vænt um allt, sem íslenzkt er, eir það er óðum að hverfa. Þarna eru tvær dætur minar að leika sér við íslenzka vinstúlku. Þær tala allar ensku. Konan mín er islenzk, hún er að haka pönnukökur og búa til kaffi. Fyrst eftir að við giftumst, töluðum við islenzku, en nú er það enska, sem við tölum oftast. Það er orðið ómögulegt að spyrna við fótum. Móðurmálið er að hverfa.“ Ég svaraði á þessa leið: „Islenzk tunga er að hverfa á heimili þínu. Nú ætlum við að byggja henni annað Tímarit lögfræðinga 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.