Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 15
landinu" hliðhollir, þegar færi gefst, og leitast við að
koma andlegri vöru þess í hærra verð á heimsmarkað-
inum . .. . “
Þá kem ég að liinu höfuðskáldi Vestur-íslendinga og
lians mesta kvæði. Ivvæðið er hugvekja til Vestur-lslend-
inga og ber ekki sérstakt heiti, enda er það hluti af ís-
lendingadagsræðu, flutt árið 1904. Kvæðið er öllum kunn-
ugt, en ég verð að fara með fyrsta erindið:
„Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur land-vers og skers.“
Síðustu fjórar hendingarnar sýna hverja hann er að
ávarpa. Hann leggur aðaláhcrzluna á þær, endurtekur
þær í síðasta erindinu. Þarna bendir skáldið á að Vestur-
Islendingar eru frænkur, sifjar, dætur og svnir alls þess,
sem íslenzkt er. Fjarst í eilífðar útsæ sjá þeir nóttlausa
voraldar veröld. Hugur og hjörtu þeirra bera heima-
ianas mót.
Þarna bendir stórskáldið á meginþráðinn í samband-
inu við Ísland og allt, sem íslenzkt er. Orðið „sifji“ er
eítt áhrifamesta orðið í þessu djúphugsaða kvæði. Sifja-
lið Íslands í útheimi!
Dr. Watson Kirkconnell kemur til íslands innan fárra
daga. Er hann ekki sannur „sifji árfoss og hvers“? í
framtíðinni, þegar einhver útskrifast úr Manitóba-há-
skóla og liefur drukkið af Mímisbrunni íslenzkra fræða,
mun hann ekki sjá nóttlausa voraldar veröld i eilifðar
útsæ? Þá evlendu sér margur vestra, sem aldrei hefur
eygt Island.
Tímarit lögfræðinga
13