Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 17
af-ur oaanneióon: HALDSRÉTTUR I. Almennt er viðurkennt, að vörzlumanni sé stund- um heimilt að halda eign annars manns áfram í sinum vörzlum, unz tiltekin greiðsla er innt af liendi. Nefnist sá réttur haldsréttur. Er haldsréttur ein elzta hlutaréttar- trygging, er þekkist í rétti Evrópuríkja, og var hann að sumu leyti fyrirrennari veðréttinda í nútíma formi, sbr. pignus rómaréttarins, er í fyrstu var aðeins haldsréttur. Um haldsrétt eru engin almenn ákvæði i íslenzkri lög- gjöf, hvorki um það, hvenær megi til hans grípa né um það, í hvað honum felist og hverrar lögverndar halds- réttarhafar njóta. Það efni hefur eigi heldur verið sér- staklega kannað af íslenzkum fi’æðimönnum. Þar er þvi sitthvað óljóst, enda þótt við nokkur dreifð lagaákvæði og fáeinar dómsúrlausnir sé að styðjast. Hér á eftir verð- ur leitazt við að gera nokkra grein fvrir þeim liöfuðregl- um, sem ætla má, að gildi um haldsrétt að íslenzkum lögum. Rétt er að taka fram, að hér verður ekki rætt um hald muna i samhandi við rannsókn opinberra mála, sbr. VI. kafla 1. 82/1961.i) Hér á eftir verður fvrst stuttlega vikið að hugtakinu lialdsréttur (II); þvi næst verður gerð nokkur grein fyrir stofnunarhætti haldsréttar, og þar með í hvaða tilvikum sé heimilt að gripa til þess úrræðis (III); þar á eftir verður rætt um það, á hvers konar eignir hald megi leggja, þ. e. hvaða verðmæti geti verið andlag haldsréttar (IV); síðan verður fjallað um efni réttarins og um lög- 1) Sbr. Einar Arnórsson, Tímarit lögfræðinga 1951, bls. 100 og áfram. Tímarit lögfræðinga 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.