Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 20
ur eða útilokun frá þjónustu eða viðskiptum. Sérstök haldsréttarákvæði eru einkum í hinum einstöku hafnar- í eglugerðum. Verða þau reglugerðarákvæði hér eigi rak- in, enda er gildi þeirra vafasamt, nema komizt yrði að sömu niðurstöðu samkvæmt eðli máls, því að bein laga- heimild til setningar þeirra fyrirmæla í reglugerð er hæpin, sbr. 9. gr. laga 29/1946, þar sem heimilað er, að ákveða í hafnarreglugerð, að skipagjöld skuli trvggð með lögveðsrétti, en ekki minnst á haldsrétt. Lögákveðinn haldsréttur er því fyrst og fremst byggður á eðli máls, en stvðst auk þess stundum við venju og ákvæði i sett- um lögum. Virðist hann einkum geta átt sér stað í þrem- ur tilvikum. í öllum þeim tilvikum á krafa haldsréttar- liafa eða greiðsla sú, sem tryggja á, rætur að rekja til þess hlutar, sem liald má leggja á. í tveim þeirra er um að ræða kröfu vegna varðveizlu, flutnings, viðhalds, end- urbóta eða einhvers konar umönnunar á hlutum, en í hinu þriðja er um að tefla bótakröfu vegna tjóns, sem rekja má lil hlutarins. Tilvikin eru þessi: 1. Taki maður samkvæmt beiðni lilut annars manns til viðgerðar, flutnings, gevmslu eða annarrar þvílílcrar umönnunar eða fyrirgreiðslu, fær hann að fullnægðum vissum skilyrðum haldsrétt á hlutnum til tryggingar við- gerðarkostnaði, flutningskostnaði, gevmslugjaldi o. s. frv. Hér er haldsrétturinn byggður á eðli máls, en styðzt auk þess við örugga venju, sbr. og kaupal. '§ § 14, 39 og 57.1) Skósmiður þarf t. d. eklci að láta af bendi viðgerða skó, nema viðgerðarkostnaður sé greiddur, úrsmiður get- ur neitað að afhenda úr, nema greitt sé fyrir viðgerð þess o. s. frv. Hafnarvfirvöldum er óskylt að afhenda vörur, sem fluttar eru á land í höfn, nema hafnarsjóði séu greidd lilskilin afgreiðslugjöld. Geyma flestar hafnar- reglugerðir álcvæði um haldsrétt í því tilfelli, eins og 1) Sbr. hér Hrd. I, bls. 521, II, bls. 712 og 952, V, bls. 514, VII, bls. 6, IX, bls. 759, XVI, bls. 157 og Lyrd. III, bls. 194. 18 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.