Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 35
reyna að greiða úr þeim flækjum og erfiðleikum, sem liér geta skapazt. Málshefjandi var Frédéric Dumon, en síðan hófust fjör- ugar umræður, sem stóðu i 2—3 daga. Auk frummæl- anda vöktu einkum ath^'gli mína þessir ræðumenn: J.L. Ropers, dómari í áfrýjunarréttinum í París, A. de Mattia, hæstaréttardómari í Róm og Diplock, dómari í áfrýj- unarréttinum í London. Þrír fyrstnefndu ræðumennirnir töluðu frá sjónarmiði meginlandsþjóða Evrópu. Þeir lýstu yfir þeirri skoðun sinni, að nauðsvnlegt væri að koma á víðtækari samvinnu þjóða um rekstur afhrotamála og gagnkvæma fullnustu refsidóma. Taka ætti fyllsta lillit til afbrota, sem maður hefði verið sakfelldur fvrir er- lendis. Síðastnefndi ræðumaðurinn færði fram hið hrezka sjónarmið og taldi, að málið væri ekki eins einfalt og virzt gæti i fljótu bragði. Hafa yrði í huga að í hinum ýmsu löndum heims væru gildandi mjög mismunandi strangar rannsóknaraðferðir til upplýsingar afbrota, ólík- ar reglur um sönnun sakar og sjónarmið við refsimal. Leggja yrði áherzlu á að allir menn, einnig sakborn- ingar, hlytu í livivetna rétta málsmeðferð „fair trial“. Töluðu þessir menn af fráhærri leikni og sannfæringar- krafti um ágæti sinna skoðana, þar sem annars vegar meginlandsmenn lögðu áherzlu á nauðsvn þess að komið vrði lögum vfir afbrotamenn og að þeir sættu verð- skuldaðri refsingu en hins vegar ejdendingurinn lagði áherzlu á að sakbornir menn fengju einnig að njóta rétl- inda réttarríkis. Að lokum samþykkti þingið álvktun í málinu og seg- ir þar m. a.: 1. Að það sé samhljóða álit þingsins að við ákvörð- un refsinga sé æskilegt að dómstólar taki tillit til for- líðar sökunauts, sem fram kemur í erlendum refsidóm- um og að margir þingfulltrúar telji einnig að erlendir refsidómar ættu að hafa ítrekunaráhrif með sama hætti og innlendir dómar. Timarit lögfræðinga 33

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.