Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 36
2. Að þingið sé almennt .þeirrar skoðunar, að sækja beri menn fyrir afbrot í því landi, sem það er talið vera framið í, en þó mætti fullnægja dómi í vissum tilfellum í heimalandi þeirra, svo og 3. Að skipuð verði nefnd til að athuga mál þessi nánar og gera tillögur um einstök atriði þeirra fjæir næsta þing. Þá er þess að geta, að i sambandi við þingið var þátt- takendum boðið í hinar ágætustu ferðir og mannfagnaði. Þeim var boðið í ferð um Haag og heimsókn í friðar- iiöllina þar, í ferð um Rotterdam og siglingu um hina risavöxnu höfn, í fagnað borgarstjórnar í Haag í hinu fornglæsta ráðhúsi borgarinnar og seinast en ekki sízt i móttöku rikisstjórnar Hollands í listasafni ríkisins i Amsterdam. Hér buðust þátttakendum tækifæri til að ræða saman og kvnnast nokkuð. Fyrir héraðsdómanda frá Revkjavik a. m. k. var það alveg einstakt að geta í einu og sama vetfangi að heita má leitað fróðleiks og fræðslu um dómaskipan og réttarfar einstakra ríkja i viðræðum við t. d. héraðsdómara frá Rremen, Edinborg, Lyon og Vín, yfirráttardómara frá Haag, París og Vi- borg svo og hæstaréttardómara frá Dublin og Colombo. Segja má, að alþjóðasamband dómara beri nú nokk- urt svipmót Miðjarðarhafslanda, enda eru þau 5 af 12 íullgildum meðlimum þess. Hefir nokkur áhugi vaknað meðal dómara í Norður- og Vestur-Evrópu fyrir því að þeir láti málefni sambandsins sig meira varða en verið iiefir hingað til. Enn sem komið er, sýnist ekki vera grundvöllur fvrir því að Dómarafélag íslands gerist með- iimur sambandsins, en það ætti að fylgjast með hverju fram vindur í málum þess og þróun. Og ég er þess full- viss, að enginn íslenzkur dómari vrði fj'rir vonbrigðum ef hann mætti á næsta alþjóðaþingi dómara. Það verður haldið árið 1968, en staður er enn eigi ákveðinn. 34 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.