Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 37
ÞRÓUN KOSNINGARRÉTTAR Á
ÍSLANDI 1874-1963.
I grein þessari eru rakin lagaákvæði, sem gilt hafa á
íslandi frá 1874 um kosningarrétt til Alþingis. Einnig eru
birtar tvær töflur, og sýnir önnur þeirra (tafla I), hversu
stór hundraðshluli þjóðarinnar hefur haft kosningarrétt
á þessu tímabili, svo og hversu stór hundraðshluti þeirra,
sem kosningarréttar nutu, hafa greitt atkvæði. Hin taflan
(lafla II) snertir þróun kosningarréttarins, að vísu ekki,
eða a.m.k. ekki beint, en hún sýnir fylgi stjórnmála-
flokka á íslandi frá 1927. Hefur þótt rétt að láta hana
fylgja hér til almenns fróðleiks. Töflur þessar háðar hef-
ur Ólafur R. Grimsson tekið saman, en hann stundar
nám í stjórnmálafræði við Háskólann í Manchester.
Um þetta .efni hefur dr. Þorsteinn Þorsteinsson fjrrr-
verandi hagstofustjóri ritað i Almanak Hins Islenzka
Þjóðvinafélags árið 1938, hls. 76, sbr. einkum hls. 81—85.
Hefur hér einnig verið stuðzt við þá ritgerð.
Fvrst voru sett lög um kosningar til Alþingis, og þá
um leið kosningarrétt, í Alþingistilskipuninni frá 8. marz
1843. (Tilskipun um stiftun sérlegrar ráðgefandi sam-
komu fyrir ísland, er á að nefnast Alþingi). Eru skil-
yrðin fvrir kosningarrétti talin í 3. gr. tsk. Skilyrðin eru
óneitanlega ströng, enda sættu þau þegar í upphafi
mikilli gagnrýni. Voru þau rýmkuð með tilskipun 6. jan-
úar 1857. (Tilskipun um brevtingu á tilskipun 8. marz-
mánaðar 1843 viðvíkjandi kosningum til Alþingis).
Ákvæði þessarar tilskipunar voru síðan tekin efnislega
óbrevtt upp í 17. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874
Tímarit lögfræðinga
35