Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 39
ár. Við landkjörna þingmenn er átt, þegar rætt er um
„kosningarrétt til hlutbundinna kosningar" í síðustu mgr.
10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 12/1915, sbr. bls. 41 hér
á eftir, en hins vegar við kjördæmakosna þingmenn,
þegar rætt er um „kosningarrétt við óhlutbundnar kosn-
ingar til Alþingis . . . .“ í upphafi sömu greinar (hls. 39).
Við landkjörna þingmenn er einnig átt í síðustu mgr.
29. gr. stjórnarskrárinnar nr. 9/1920, shr. bls. 42 hér
á eftir.
Landkjör var afnumið með stjórnskipunarlögum nr. 22/
1934 (Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis, bls, 599
og 601).
Verða nú ákvæði um kosningarréttarskilyrði rakin.
Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands, 5.
janúar 1874, 17. gr.:
Kosningarrétt til Alþingis hafa: — a. allir bændur, sem
hafa grasnvt og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu
þeir, sem með sérstaklegri ákvörðun kynni að vera undan-
skildir einhverju þegnskvldugjaldi, ekki fvrir það missa
kosningarrétt sinn; — b. kaupstaðarborgarar, ef þeir
gjalda til sveitar að minnsta kosti 8 kr. (4 rd.) á ári; —
c. þurrabúðarmenn, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta
kosti 12 krónur (6 rd.) á ári; — d. embættismenn, hvort
heldur þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða þeir eru
skipaðir af því yfirvaldi, sem konungur hefur veitt heim-
ild til þessa; — e. þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við
háskólann, eða embættispróf við prestaskólann í Reykja-
vík, eða eitthvert annað þess háttar opinbert próf, sem
nú er eða kann að verða sett, þó ekki séu þeir í embætt-
um, ef þeir eru ekki öðrum háðir. — Þar að auki getur
enginn átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra
25 ára að aldri, þegar kosningin fer fram1), hafi óflekkað
1) Liðir a—c, svo og upphaf annarrar málsgreinar, er sam-
hljóða 1. gr. 1. um kosningar til Alþingis nr. 16, 14. september
1877 (að undanskildum svigagreinunum).
Tímarit lögfræðinga
37