Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 40
mannorð2), hafi veriö heimilisfastur í kjördæminu eitt ár3), sé fjár sins ráðandi4 5) og honum sé eklci lagt af sveit eða, hafi hann þáð sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða lionum hafi verið gefinn hann upps). Stjórnskipunaxlög um breytinga á stjórnarská um hin sérstaklegu málefni Islands 5. janúar 1874, nr. 16, 3. október 1903: 6. gr. (17. gr. stjórnarskrárinnar). Kosningarrétt til alþingis hafa, a) allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta, þó skulu þeir, er með sérstakri ákvörðun kynnu að vera undan- skildir einhverju þegnskyldugjaldi, eigi fyrir það missa kosningarrétt sinn, b, allir karlmenn, sem ekki eru öðr- um háðir sem hjú, ef þeir gjalda að minnsta kosti 4 kr. á ári sem aukaútsvar, c, embættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingarhréf eða eru skipaðir af yfirvaldi þvi, er konungur hefur veitt heimild til þess, d, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða við prestaskólann eða læknaskólann i Reykjavik, eða eitt- hvert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sé þeir í embættum, ef þeir 2) 2. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkað mannorð, en sá verður eigi talinn hafa óflekk- að mannorð, sem sekur er orðinn að lagadómi um nokkurt það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, nema þvi aðeins, að hann hafi fengið uppreist æru sinnar, samkvæmt tilskipun 12. marz 1870." 3) 5. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, nema hann, þá er kosningin fer fram, hafi verið heimilisfastur í kjör- dæminu eitt ár. Sá, sem hefur fast aðsetur á fleiri stöðum, segir sjálfur til, á hverjum staðnum hann vilji neyta kosningarrétt- ar síns." 4) 3. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, sem eigi er fjár síns ráðandi, eða sem orðinn er gjaldþrota. 5) 4. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, sem þiggur af sveit eða hefur þegið sveitarstyrk, nema hann sé annað- hvort endurgoldinn, eða honum haíi verið gefinn hann upp." 38 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.