Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Qupperneq 41
eru ekki öðrum liáðir sem lijú. — Enginn getur átt kosn-
ingarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri,
þegar kosningin fer fram1), hafi óflekkað mannorð-),
hafi verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár3), sé fjár
síns ráðandi4), og honum sé ekki lagt af sveit, eða, hafi
hann þegið sveitarstvrk, að hann þá hafi endurgoldið
hann eða honum verið gefinn liann upp5). Með lögum
má afnema aukaútsvarsgreiðsluna eftir stafl. h. sem
skilyrði fyrir kosningarrétti.
Stjómskipunarlög nr. 12, 19. júní 1915:
10. gr. Kosningarrétt við óhlutbundnar kosningar til Al-
þingis hafa karlar og konur, sem fædd eru hér á landi eða
hafa átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár og eru 25 ára, er
kosningin fer frarn0); þó getur enginn átt kosningarrétt,
1) 1. gr. laga um kosningar til alþingis iyv-18r3roktóber 1903:
„Kosningarrétt til alþingis hafa allir þeir, sem stjórnarskrá um
hin sérstöku málefni Islands veitir rétt til kosninga, með þeim
nánari ákvörðunum, sem eru teknar fram hér á eftir."
2) 2. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, nema
hann hafi óflekkað mannorð, en sá verður eigi talinn hafa óflekk-
að mannorð, sem sekur er orðinn að lagadómi um nokkurt það
verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, nema því aðeins,
að hann 'hafi fengið uppreist æru sinnar.“
3) 5. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, hafi
hann eigi, þá er kosningin fer fram, haft lögheimili í kjördæm-
inu eitt ár. Sá, sem hefur heimilisfang víðar en á einum stað,
segir sjálfur til, á hverjum staðnum hann vill neyta kosningar-
réttar síns.“
4) 3. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, sé hann
eigi fjár síns ráðandi, eða sé bú hans undir skiptameðferð sem
gjaldþrota.“
5) 4. gr. sömu laga: „Enginn getur átt kosningarrétt, sem
þiggur af sveit eða hefur þegið sveitarstyrk, nema hann sé annað-
hvort endurgoldinn eða eftirgefinn.
6) Sbr. 1. mgr. 1. gr. 1. nr. 28, 3. nóvember 1915: „Með þeim
takmörkunum, sem hér fara á eftir, hafa kosningarrétt við
óhlutbundnar kosningar til Alþingis allir karlar og konur, sem
fædd eru á Islandi, eða hafa átt þar lögheimili siðastliðin 5 ár,
Tímarit lögfræðinga
39