Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 42
nema liann hafi óflekkað mannorð1), hafi verið heimilis- fastur í kjördæminu 1 ár2) og sé fjár síns ráðandi3), enda ekki í skuld fvrir þeginn sveitarstvrk4). Ennfremur eru þau skilvrði sett, að hinir nýju kjósendur, konur og þeir karlmenn, er ekki hafa kosningarrétt samkvæmt stjórnar- skipunarlögunum frá 1903 fái ekki rétt þann, er hér ræðir um, öll í einu, heldur þannig, að þegar semja á alþingis- kjörskrá í næsta sinn, eftir að lög þessi eru komin í gildi, skal setja á kjörskrána þá nýja kjósendur eina, sem eru 40 ára eða eldri, og að öðru leyti fullnægja hinum al- mennu skilvrðum til kosningarréttar. Næsta ár skal á sama hátt bæta við þeim nýju kjósendum, sem eru 39 ára, og svo framvegis, lækka aldurstakmarkið um eitt ár i hvort sinn, lil þess er allir kjósendur, konur og karl- ar, hafa náð kosningarrétti, svo sem segir í upphafi þess- arar greinar3). hafa óflekkað mannorð, og eru 25 ára að aldri, þegar kosning fer fram.“ 1) Sbr. 2. gr. s. 1.: „Enginn verður talinn hafa óflekkað mann- orð, sem sekur er orðinn að lagadómi um nokkurt það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, nema þvi að eins, að hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ 2) Sbr. 5. gr. s. 1.: „Enginn getur átt kosningarrétt, hafi hann eigi, þá er kosningin fer fram, verið heimilisfastur í kjör- dæminu eitt ár. Sá, sem hefur heimilisíang víðar en á einum stað, segir sjálfur til, á hverjum staðnum hann vill neyta kosn- ingarréttar síns. 3) Sbr. 3. gr. s. 1.: „Enginn getur átt kosningarrétt, sé hann eigi fjár síns ráðandi eða sé bú hans undir skiptameðferð sem þrotabú." 4) Sbr. 4. gr. s. 1.: „Enginn getur átt kosningarrétt, sem þigg- ur af sveit, eða hefur þegið sveitarstyrk, nema hann sé annað- hvort endurgoidinn eða eftirgefinn." 5) Sbr. síðari hluta 1. gr. s.l.: „Þá öðlast konur og þeir karl- menn, sem ekki hafa haft kosningarrétt stöðu sinnar vegna samkvæmt stjórnarskipunarlögunum frá 1903, ekki öll í einu kosningarréttinn, heldur þannig, að þegar samdar eru alþingis- kjörskrár fyrsta sinn eftir að lög þessi öðlast gildi, skal setja á kjörskrá þá eina af þessum nýju kjósendum, sem eru 40 ára að 40 Tímcirit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.