Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 45
Ivosningalög setja að öðru leyti nánari reglur um al-
þingiskosningar.1)
Þessi ákvæði hafa siðan haldizt óbreytt, sbr. 33. gr.
stjórnarskrár Lýðveldisins íslands nr. 33, 17. júní 1944
og 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 52, 14. ágúst
1959.
Rýmkun kosningarréttar var lengi pólitiskt baráttumál,
og hér að framan hefur það verið rakið, hvernig því
máli hefur skilað áfram, eins og það kemur fram í lög-
um tímabilið 1874—1963. Skilyrðunum hefur farið smá
fækkandi og jafnframt hefur fólki á kjörskrá fjölgað.
Til frekari glöggvunar skal nú gefið stutt yfirlit um
það, hver hafa orðið afdrif ákvæða stjórnarskrárinnar
frá 1874 um skilyrði fyrir kosningarrétti.
1. Bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til
allra stétta (þ. e. einhvern beinan skatt). Afnumið með
stjórnskipunarlögum nr. 12/1915.
2. Kaupstaðaborgarar, sem gjalda lil sveitar a.m.k. 8
kr. Rýmkað með stjórnskipunarlögum nr. 16/1903. Fellt
niður með stjórnskipunarlögum nr. 12/1915 (útsvars-
1) Lög nr. 18, 25. janúar 1934 um kosningu til Alþingis, 1.
—3. gr.:
1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis eiga allir, karl-
ar og konur, sem
1. eru 21 árs eða eldri, þegar kosning íer fram,
2. eiga ríkisborgararétt hér á landi,
3. hafa verið búsettir hér á landi siðustu 5 árin áður en
kosning fer fram,
4. hafa óflekkað mannorð og
5. eru fjárráðir.
2. gr. Enginn telst hafa óflekkað mannorð, sem er sekur eftir
dómi um verk, sem er svívirðilegt að almenningsáliti, nema
hann hafi fengið uppreist æru sinnar.
3. gr. Gift kona telst fjárráða, þótt hún eigi óskilið fjárhag
með manni sínum.
Maður telst f járráður, þó að bú hans sé undir gjaldþrotaskiptum.
Tímarit lögfræðinga
43