Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 51
Embættaveitingar 1963.
Einar Oddsson borgardómarafulltrúi var 12. jan. 1963 skip-
aður til þess að vera sýslumaður í Skaftafellssýslu frá 1. febr-
úar 1963.
Valgarður Kristjánsson, settur borgardómari, var hinn 8.
marz 1963 skipaður til þess að vera borgardómari í Reykjavík.
Kristján Kristjánsson borgarfógeti var hinn 1. marz 1963
skipaður til þess að gera yfirborgarfógeti í Reykjavík.
Friðrik Sigurbiörnssyni lögreglustjóra í Bolungarvik var,
hinn 27. marz 1963, veitt lausn frá embætti frá 1. maí 1963.
Jón G. Tómasson lögfræðingur, .sveitarstjóri í Seltjarnarnes-
hreppi, var, hinn 14. maí 1963, skipaður lögreglustjóri í Bol-
ungarvík frá 1. júní 1963.
Þeir Jónas Thoroddsen, Ólafur A. Pálsson, Sigurður Gríms-
son, Þórhallur Pálsson og Þorsteinn Thorarensen, settir borgar-
fógetar, voru, hinn 20. maí 1963 skipaðir borgarfógetar í
Reykjavík.
Freymóður Þorsteinsson, settur bæjarfógeti í Vestmannaeyj-
um var, hinn 8. júní 1963, skipaður til þess að vera bæjar-
fógeti þar.
Tímarit lögfræðinga
49