Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 10
á öðrum svi'ðum stjórnsýslu hneigzt að endurskoðun mála
í samræmi við breytta þjóðhætti og margvíslegar aðstöðu-
breytingar í þjóðfélaginu.
Sett voru ný lög um læknaskipun i landinu á Alþingi
1964—1965 (1. nr. 43/1965). Verulegar breytingar eru
fólgnar í þessari löggjöf, en þess er einnig orðið vart, að
líklegar eru miklu meiri breytingar á grundvelli þeirra
heimilda, sem í lögunum felast, og er þar einkum átt við
heimildir til þess að sameina læknishéruð og koma upp
læknamiðstöðvum, sem reynslan virðist benda til, að lík-
legra sé en eldri skipan til þess að veita mun raunhæfari
læknisþjónustu og betri fyrirgreiðslu, eins og nú háttar
til í landinu.
Þann 23. apríl 1965 skipaði kirkjumálaráðherra nefnd
til þess að endurskoða prestakallaskipun og prófastsdæmi
landsins. Sú nefnd skilaði áliti 28. marz 1966. Alit nefnd-
arinnar og tillögur hafa verið til umræðu á prestastefnu
s. 1. vol'. Alþingismönnum hafa verið sendar þessar til-
lögur og álitsgerð. Ráðherra lagði málið fyrir Kirkjuþing,
sem nýlokið er. Er nú í undirbúningi að leggja þetta mál
fyrir Alþingi.
A fundi í fulltrúaráði Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga, sem haldinn var i Reykjavík dagana 10. og 11. marz
1966, var einróma gerð ályktun varðandi endurskoðun
gildandi lagaákvæða um sveitarstjórnarumdæmi í land-
inu. Lagði fulltrúaráðið til, að sett verði á stofn sérstök
nefnd skipuð fulltrúum frá rikisvaldinu og Sambandi ís-
lenzkra sveitarfélaga, sem fái það hlutverk „að fram-
kvæma gagngerða endurskoðun á skipan sveitarstjórn-
arumdæma í landinu og gera tillögur í frumvarpsformi
um þær hreytingar, sem nefndin telur tímabært, að gerðar
verði.“ Félagsmálaráðherra hefur skipað slika nefnd og
gert er ráð fyrir, að hún skili áliti og tillögum eigi síðar
en í árslok 1968. Samkvæmt álvktun fulltrúaráðsins skyldi
nefndin sérstaklega athuga og gera tillögur um stækkun
sveitarfélaganna, á þeim grundvelli að sameina sveitar-
félög og breyta mörkum þeirra.
4
Tímarit lögfræðinga