Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 54
er hin svonefnda dómstólaleið. Ivunna þá sumir að reynast
sáttfúsari en ella.
Vœnlegasta leiðin til að halda uppi góðri og greiðri með-
ferð mála við embættin er vafalaust sú, að mínum dómi,
að reyna að hlynna að starfsfólki þvi, sem þar vinnur,
háum sem lágum, svo að unnt sé að fá hæfa menn að
embættunum og halda þeim þar. Sé svo um hnútana búið,
hygg ég, að unnt sé að leysa mikinn fjölda mála fj-rir
þingfestingu, en það er oftast nær öllum fyrir beztu, bæði
fyrir einstaldinga og hið opinbera.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
CJr hréfi Asijergs Sigurðssonar sýslumanns, dags. 20.
maí 1966:
Að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um drátt á
meðferð dómsmála i umdæminu, eru helztu orsakir hans
erfiðar samgöngur innan umdæmisins á vetrum, lang-
dvalir manna, t. d. sjómanna, utan umdæmis vegna at-
vinnu og skortur á löglærðum mönnum. Ýmist eru ólög-
lærðir menn á báða bóga eða lögfræðingar í fjarlægum
landshlutum á aðra hlið eða báðar. Frestir vilja því oft
verða margir og langir.
Bæjarfógetinn á Isafirði og sýslumaður Isafjarðarsýslu.
Cr bréfi Jóhanns Gunnars Ólafssonar sýslumanns og
bæjarfógeta, dags. 11. desember 1964:
Helzta orsök til dráttar á málum hér við embættið eru
annir. Vantar hér alveg innheimtumann, en fulltrúi sér
um alla innheimtu núna. Endurskoðunardeild fjármála-
ráðuneytisins hefur mælt með þvi, að bætt verði hér við
þessum manni, en beiðni um það hefur verið svnjað af
dómsmálaráðunevtinu. Þá má geta þess, að tið manna-
skipti hafa orðið hér og um skeið enginn fulltrúi. Bætt
mundi úr þvi, með þvi að hafa hér starfandi mannafla,
sem nauðsynlegur er til þess að hafa afgrciðslu alla í lagi.
I bréfi 22. júní 1966 tekur bæjarfógeti eftirfarandi fram
um orsakir fvrir drætti á meðfcrð dómsmála:
48
Tímcirit lögfræðinga