Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 16
úrskurður gangi. Upplýsingar um þau eru af skornum
skammti, svo sem nánar er vikið að á bls. 29—30 hér á
eftir.
Sú reynsla, sem fengizt hefur af þessu starfi, sannar,
svo að ekki þarf um að deila, hver höfuðnauðsvn það er,
að hafin verði að nýju gerð dómsmálaskýrslna, enda er
jafnan auðveldara og fyrirhafnarminna við að eiga, ef
upplýsingum er safnað jafnóðum. Skal ekki fjölyrt um
gildi slikra skýrslna, enda munu fáir, sem eitthvað til
þekkja, draga gildi þeirra i efa. Ætti ekki að láta skýrslu-
gerð slika, sem hér hefur verið unnið að, falla niður, enda
þótt þar megi vafalaust margt færa til hetri vegar. Slikí
framhald skýrslugerðar er m. a. nauðsynlegt, svo að unnt
verði að sjá, hvort þær ráðstafanir, sem gerðar kunnn
að verða til að hraða dómsmálum, heri tilætlaðan árangur
eða ekki.
Skýrsla sú, sem hér fer á eftir, skiptist í tvo hluta. Er
fyrst greinargerð um meðferð dómsmála, en síðan koma
7 töflur til skýringar. Greinargerðinni er aftur skipl í tvo
kafla.
I 1. kafla er gerð grein fyrir þvi, hvernig meðferð dóms-
mála er háttað eftir þvi sem vitneskja hefur fengizt, en í
2. kafla eru birtir hlutar úr hréfum emhættismanna
þeirra, sem spurðir voru, þar sem skýrðar eru helztu
orsakir fyrir drætti á meðferð dómsmála, og tillögur
þeirra til úrbóta. f upphafi kaflans er gert stutt yfirlit um
það helzta, sem fram kemur um þetta efni í hréfum em-
bættismannanna.
Loks skal skýrt tekið fram, að hér er alls elcki um að
ræða neina könnun á starfsemi emhættanna í lieild,
heldur eingöngu þeim hluta, sem lýtur að úrlausn dóms-
mála, en þau störf eru aðeins litill þáttur í starfi margra
emhætta úti á landsbyggðinni, eins og kemur fram í hréf-
um ýmissa sýslumanna og hæjarfógeta.
10
Timarit lögfræðinga