Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 64
en nokkur vinna er í þeim, þar sem tvífæra þarf a. m. k.
dómsor'ðin í sína hvora bók.
C. Fógetamál.
A. Flestum fjárnámsgerðum lýkur sama dag og þær
hefjast. Raunar berast fjárnámsheiðnir embættinu oft
áður en málið er tekið fyrir og panta lögmenn síðan
tíma hjá fógeta til gerðanna. Mun sá háttur hafður á
víðast hvar annars staðar.
Vissir dagar voru teknir lil lögtaka, en þeir voru:
1964 120 að tölu, 1965 72 að tölu.
I flestum tilfellum var innheimtumaður ríkissjóðs gerð-
arheiðandi og lauk þá máli sama dag og það hófst. Það
skal tekið fram, að bæjarsjóður Keflavikur hefur sér-
stakan löglaksfulltrúa, og eru lögtök lians ekki hér með
talin.
C. Uppboð.
B. Of mikið ber á því í þessum málaflokki, að lög-
menn vilja nota uppboðshaldara sem ógnun á skuldara
og kemur það bezt i ijós við það, hversu fúsir þeir eru
að veila uppboðsþolum fresti. Hef ég reynt að stemma
stigu fyrir þetta eftir föngum og í sumum tilfellum krafizt
afturköllunar sölubeiðna.
C. Skipti.
C. Opinber skipti eru fá, enda er algengast, að einka-
skipti fari fram án milligöngu skiptaráðanda, en í mörg-
um tilfellum er bú afhent til einkaskipla eftir að uppskrift
hefur farið fram.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli.
Cr bréfi Björns Ingvarssonar lögreglustjóra, dags. 8.
desember 1964:
Vegna fvrirspurnar hins háa ráðunevtis, tel ég að mál-
um mvndi almennt ljúka fvrr og án verulegs dráttar, ef
embættin hefðu nægilegu starfsliði á að skipa.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Cr bréfi Sigurgeirs Jónssonar bæjarfógeta, dags. 30.
nóvember 1964:
58
Ttmcirit lögfræðinga