Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 58
embætti, tel ég vart vinnandi veg að sinna dómsmálum
sem skvldi án fulltrúa.
Bæjarfógetinn á Siglufirði.
Dtdráttur úr bréfi Péturs Gauts Ivristjánssonar setts
bæjarfógeta, dags. 27. febrúar 1965:
Hann segir, að í almennum einkamálum beri lang mest
á því, að mál dragist vegna þess, að aðilar óski endurtek-
inna fresta og kveði einkum rarnrnt að þessu, þegar með
mál fari lögfræðingur búsettur utan bæjar. Hér beri sök
báðir aðilar, enda séu mál oft mjög illa undirbúin af
hálfu sóknaraðila.
Drátt á opinberum málum telur hann einkum stafa af
því, hversu oft sé torvelt að ná tii vitna, sem ef til vill
séu dreifð víðs vegar, en einkum eigi þetta þó við um
sjómenn og aðra þá, er óreglulega vinnu stundi.
Um ráð til úrbóta segir hann m. a., að þar mundi drýgst
verða, að skapa dómurum þau skilyrði, að þeir geti helgað
sig sem mest dómstörfum eingöngu og þurfi í því efni
að búa betur að embættum um starfslið. Einn þáttur í
þvi hljóti að vera betri launakjör starfsliðs, svo að sem
liæfast fólk fáist til starfa. Hann telur, að afnema ætti
aukatekjur dómara, en bækka föst laun.
Jafnframt hækkun launa eigi að banna embættisdóm-
urum með öllu afskipti af öðrum opinberum málum svo
sem stjórnmálum og launuðum aukastörfum á óskyldum
sviðum.
Bæjarfógetinn 5 Ölafsfirði.
Dr bréfi Sigurðar Guðjónssonar bæjarfógeta, dags. 1.
febrúar 1965:
Spurningunni nm það, hverjar séu helztu orsakir fvrir
drætti á afgreiðslu dómsmála, og hverjar leiðir séu til úr-
bóta á því, tel ég mig ekki færan um að svara. Þó vil ég
benda á, að í litlum embættisumdæmum verður afgreiðsla
þessara mála ekki nema mjög litill hluti af embættisstörf-
unum, og dómarinn fær þvi ekki þá æfingu og reynslu
52
Tímarit lögfræðinga