Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 68
að taka neitt frekara fram úl af ncfndu bréfi hins háa
ráðuneytis.
Dómarafélag íslands.
Cr hréfi Hákonar Guðmundssonar formanns Dómara-
félags íslands, dags. 16. nóvember 1965:
Ráðuneytinu munu þegar hafa borizt svör einstakra
héraðsdómara um þetta efni í samhandi við athugun þá,
er fram hefur farið á fjölda dómsmála hér á landi árin
1961-—1963 og afgreiðslu þeirra.
Af könnun á viðhorfum héraðsdómara utan Reykja-
víkur, sem stjórn félagsins gerði í samhandi við aðalfund
félagsins í s. 1. mánuði, virðist dráttur á afgreiðslu dóms-
mála hjá þeim emhættum, þar sem slikt kemur fyrir, slafa
af þessu tvennu:
a. Skorti á löglærðum fulltrúum og
h. Erfiðleikum á því að fá annað starfslið.
Að því er Revkjavík varðar liefur ráðunevtið i höndum
umsagnir yfirsakadómara og yfirborgardómara, sem
báðir eiga sæti i stjórn Dómarafélags Islands.
í sambandi við framangreind atriði, skort á starfsliði,
þykir rétt að vekja sérstaka athvgli á þvi, að héraðsdóm-
arar almennt kvarta mjög yfir því, live samkejipnisað-
staða þeirra á hinum almenna vinnumarkaði sé erfið.
Stafar það að sjálfsögðu fvrst og fremst af því, að eftir-
sóknarvert starfsfólk á völ á miklu hetri launakjörum hjá
einkafvrirtækjum en ríkisstofnanir bjóða samkvæmt
ákvæðum kjaradóms frá 3. júlí 1963 shr. auglýsingu nr.
74 frá 5. júlí s. á.
En héraðsdómarar kvarta einnig almennt vfir því, og
tekur stjórn félagsins undir þær kvartanir, að af hálfu
ráðuneytanna og nefndar samkvæmt lögum nr. 48/1958
sé settur fótur fyrir það, að héraðsdómarar geti notfært
sér möguleika, innan ]:eirra marka, sem auglýsingin frá
5. júli 1963 leyfir, til tilfærslu milli launaflokka og sætir
nefnd samkvæmt lögum nr. 48/1958 allmikilli gagnrýni
í þvi sambandi.
62
Tímcirit lörjfræöimja