Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 17
þeirra ágætismanna, sem gjörðu Hæstarétt að Hæstarétti
1 raun og sannleika.
Oss ber í dag að gjalda slikum mönnum þakkarskuld
og virðingu. I þeirra minningu og þeirrar réttarvitundar,
sem þeir fyrr og síðar skópu og hefur orðið kjarninn í
stjórnskipun hins íslenzka ríkis, heiðrum vér Hæstarétt
Islands í dag.
Ríkisstjórn íslands ákvað og síðar með samþykki Al-
þingis, í tilefni hinna merku tímamóta, hálfrar aldar af-
mælis Hæstaréttar, að honum skyldi færð að gjöf ein millj-
ón króna til eflingar bókasafni vísinda og fræðimennsku
þeirra, er að réttinum starfa. Þessa viðurkenningu hlotn-
ast mér sem dómsmálaráðherra fyrir hönd rikisstjórnar-
innar að færa yður í dag, virðulegu dómarar, og bið ég
yður að móttaka hana á þessum hátiðisdegi réttarins.
Ég óska Hæstarétti, þessari merku stofnun islenzks þjóð-
félags, farsælda, sívaxandi þroska og viðgangs, að rétt-
dæmi hans megi vera óbrigðult í smáu sem stóru, virðing
hans aldrei í efa dregin.
Tímarit lögfræðinga
15