Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Síða 18
HÆSTIRÉTTUR 25 ÁRA
(Heimild: Morgunblaðið)
Hinn 16. febrúar 1915 voru 25 ár liðin frá þvi að Hæsti-
réttur tók til starfa. Þessara tímamóta var minnzt í dóm-
sal réttarins í Hegningarhúsinu, og liófst athöfnin kl. 10
árdegis.
Fyrstur tók til máls forseti réttarins, Þórður Eyjólfs-
son og flutti ræðu þá, sem birt er á bls. 18—25. Því næst
flutti dómsmálaráðherra, Finnur Jónsson, ávarp, og er
það birt á bls. 26—27. Þá flutti forseti sameinaðs Alþingis,
Gísli Sveinsson, sem einnig var formaður Félags héraðs-
dómara, árnaðaróskir frá þessum aðilum.
Af liálfu sameinaðs þings komst hann m. a. að orði á
þessa leið:
„ . .. Svo sem kunnugt er, samþykkti Alþingi lög um
Iiæstarétt (þ. e. stofnun og starf hæstaréttar) árið 1919,
er síðan varð fullskipaður og kom saman fyrsta skipti
á þessum degi fyrir 25 árum, eins og lýst hefur verið af
dómsforseta. Þessi lög voru hin fyrsta áþreifanlega sjálf-
stæðisákvörðun Alþingis íslendinga eftir fullveldisviður-
kenninguna, er fólst í sáttmála sambandslaganna 1918,
og þótt ýmsum þætti sem misjafnlega væru landsmenn
undir stórræðin búnir, þá er víst,að meðal vor, er þá átt-
um sæti á þingi, ríkti yfirleitt óskiptur fögnuður yfir þess-
ari löggjafarsamþykkt, því að nú var að rætast þjóðleg
þrá, óslitin frá öndverðu meðal sjálfstæðiselskand,i inanna
á landi hér, þrá um endurlieimt stofnunar hins fyllsta
öryggis í réttarúrskurðum í landinu sjálfu, sem enginn
gat með rökum efað, að yrði til gagns og blessunar iþjóð-
inni, svo sem og síðan hefur raun ge-fið vitni.
Hæstiréttur hefur ekki brugðizt vonum löggjafarþings-
ins og þjóðarinnar fram að þessu, í hinum mikilsverðu
störfum sínum á byrjunarstigi og reynslutíma, sem hæfi-
legur má nú teljast að áratölu, og ber ég nú fram þá ein-
16
Tímarit lögfræöinga