Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 20
RÆÐA
dr. Þórðar Eyjólfssonar, forseta Hæstaréttar, flutt í dóms-
sal réttarins 16. febrúar 1945
Hinn 16. febrúar 1920, fyrir réttum tuttugu og fimm ár-
um, var dómþing sett fyrsta sinni í Hæstarétti Islands.
Sú stund var þá npp runnin, er íslenzka ])jóðin liafði end-
urheimt æðsta dómsvald í málum sínum og fengið þaö i
hendur íslenzkum mönnum. En áður liöi'ðu erlendir aðilj-
ar með það farið um hálfa sjöundu öld. Hér hafði þjóðin
náð mikilvægum áfanga á leið sinni til fulls sjálfsforræðis.
Stofnun Hæstaréttar niun því jafnan verða talin til merk-
isviðhurða íslenzkrar þjóðarsögu.
Allar þjóðir láta sig miklu varða, hvernig háttað er
skipun og meðför dómsvalds í landi þeirra. Heilbrigt þjóð-
líf getur ekki þróazt, nema í skjóli fullkomins réttarör-
yggis. Þann sannleika kennir oss saga erlendra þjóða fyrr
og siðar og einnig vor eigin þjóðarsaga. Eftir að land var
l)vggt og ríki sett á stofn, kostaði íslenzka þjóðin kapps
um að tryggja dómaskipun landsins svo sem bezt mátti
verða el'tir þeirrar tíðar hætti. Með úrslitadómsvald fóru
])á dómstólar á Alþingi, fjórðungsdómar, eftir að land-
inu var skipt í fjórðunga, og síðar fimmtardóinur. Islenzka
])jóðveldið átti ekki sízt dómaskipun sinni að þakka, að
það gat talizt réttarríki á fyrstu öldum þess. En er á leið
þjóðveldistímann, hættu höfðingjar landsins að virða
dóma og dómstóla. Þá hófust utanstefnur mála, jafnframí
því að innlendum dómstólum var varnað með vopnavakh
að dæma mönnum lög. Eftir að þjóðin átti ekki lengui’
við réttarskipun að búa, glataði hún sjálfstæði sínu og
seldi hin mikilvægustu landsréttindi, þar á meðal æðsta
dómsvaldið, í hendur erlendum þjóðhöfðingja.
Samkvæmt lögbókum þeim, sem Islendingar fengu, eft-
ir að þeir gengu Noregskonungi á hönd, Járnsíðu og Jóus'
18
Tímarit lögfræðinfl0