Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Qupperneq 21
bók, mátti skjóta dómum innlendra dómstóla til konungs.
I^agði hann þá úrslitadóm á málið, venjulega með aðstoð
ráðgjafa sinna í ríkisráði. Þessi háttur hélzt óbreyttur,
eítir að landið komst undir stjórn Danakonunga. Kunnum
'’ér enn deili á ýmsum málum, sem á þeim öldum var til
konungs skotið. Árið 1(560 komst einveldi á í Danmörku,
°g árið eftir, 1661, var Hæstiréttur Danmerkur settur á
stofn. Konungur var ])ó áfram æðsti handhafi dómsvalds
eins og alls annars ríkisvalds, Hann átti forsæti í Hæsta-
l'étti og tók sjálfur þátt í dómsstörfum fyrst í stað, eins
°g hann hafði gert í ríkisráði, en það féll þó síðar niður.
Áarð Hæstiréttur, er stundir liðu fram, mjög sjálfstæður
dffl. dómsstörf sín, en engin tvhnæli voru þó á því allt ein-
'’eldistímabilið, að æðsta dómsvaldið væri í höndum kon-
l'ngs.
í frelsishreyfingum 18. aldar var það eitt af höfuð-
stefnumálum hins nýja tíma að koma á aðgreiningu hinna
briggja þátta ríkisvaldsins, löggjafarvalds, framkvæmdar-
valds og dómsvalds. Einkum þótti nauðsyn til bera vegna
leelsis einstaklinganna og almenns réttaröryggis að dóms-
valdið yrði gert sjálfstætt og óháð öðrum greinum ríkis-
valdsins, sérstaklega framkvæmdarvaldinu. Eins og kunn-
llgt er, var þessi stefna víða borin fram til sigurs, að af-
stöðnum styrjöldum og byltingum. 1 Danmörku var ein-
veldi afnumið árið 1849. Konungur afsalaði þá dómsvald-
»ui úr hendi sér að fullu og öllu, og var það lagt til Hæsta-
l'éttar Danmerkur. Islendingar munu þó yfirleitt hafa
haldið fram þeirri skoðun, að konungur færi áfram með
óómsvald í íslenzkum málum, með því að dönsku grund-
vallarlögin frá 1849 hefðu ekki öðlazt gildi á Islandi. En
^lvað sem þeim kenningum líður, þá er það víst, að eftir
að Islendingar fengu stjórnarskrá 1874, var úrslitadóms-
vald í málum þeirra ekki lengur í höndum konungs, held-
Ur Hæstaréttar Danmerkur, og stóð svo fram til ársins
1920.
I sjálfstæðissókn Islendinga á 19. öld komu annað veif-
Timarit lögfræðinga
19