Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 23
^ðsta dómsvaldið inn í landið. Fullveldi þeirrar þjóðar
virðist nokkuð hæpið, sem sækja verður til erlends dóms-
stóls fullnaðarúrlausn dómsmála sinna.
Um stjómskipulega stöðu Hæstaréttar þurfti ekki að
akveða í hæstaréttarlögunum. Hann var um það arftaki
Hæstaréttar Danmerkur og fyrirmæli, er að því lutu, voru
Pegar fyrir liendi í stjórnarskránni. Hins vegar varð að
skipa því með lögum, hvernig dómendur yrðu valdir eða
skipaðir í Hæstarétt. Þar gat verið um ýmsar leiðir að
tofla, en sá kostur var valinn, að konungur skipaði dóm-
ai’a á áliyrgð ráðherra. Hæstarétti var þó tryggð nokkur
^klulun um val dómara. Umsækjandi um dómaraembætti
varð að hafa sýnt það, með því að greiða fyrstur dómsat-
kvæði í 4 málum, að hann væri hæfur til að skipa sæti í
dóniinum. Vitanlega urðu fyrstu dómendurnir að vera
Pndanþegnir þessu ákvæði. Fyrirmælið um dómaraprófið
Vf>r afnumið með núgildandi hæstaréttarlögum nr. 112 frá
1935, og hafði það aldrei komið til framkvæmdar. 1 stað
lJ°ss er nú mælt i lögunum, að leita skuli umsagnar Hæstíi-
rettar um dómaraefni, áður en dómaraembætti sé veitt.
Hæstiréttur var í upphafi skipaður 5 dómendum, eins
°g fyrir var mælt í hæstaréttarlöguniun frá lí)19. Með lög-
,lru nr. 37 frá 1924 var dómendum af sparnaðarástæðum
faekkað í 3, en dómendafækkunin kom þó ekki til fram-
kvæmdar fyrr en á árinu 1926, er látizt höfðu tveir hinna
%’stu dómara. 1 núgildandi hæstaréttarlögum frá 1935 er
Svo af nýju ákveðið, að dómendur skuli vera 5, en dóm-
eudal'jölgun komi ekki til framkvæmdar, fyrr en fé sé
yeut til hennar í fjárlögum. Síðan hefur ríldsstjórninni
Jýfnan verið heimilað á fjárlögum ár frá ári að verja fé
Ur nkissjóði til launagreiðslu tveggja dómara, ef dómur-
Uin yrði fjölgað. En ekki hefur heimildin enn verið notuð.
Siðan Hæstiréttur var stofnaðm*, hafa prófessorar laga-
‘Uildar Háskólans verið varadómendur, ef hæstaréttar-
óóinari forfallast eða sæti hans verður autt af öðrum á-
sf8eðum. Síðan 1935 hefur þó verið heimilt að skipa hæsta-
^ írriarit lögfræðinga
21