Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Síða 26
nægri þekkingu á málavöxtuni, enda séu rök metin nieð
og möti af fullkomnu hlutleysi. En hafi gagnrýni ekki
þessa kosti, sé t. d. einhliða ádeila, þar sem villandi er
skýrt frá málavöxtum, þá getur hún hvorki orðið dóm-
stólum né þjóðfélaginu lil gagns.
Hin ytri kjör Hæstaréttar, dómenda hans og lögmanna,
ætlaégekki að gera að umræðuefni, aðundanteknumhúsa-
kosti dómstólsins. Hjá því verður ekki komizt að minnast
hans nokkrum orðum. Þegar Hæstiréttur var stofnaður,
var honum lil bráðabirgða búinn staður liér á efri hæð
hegningarhúss landsins, með því að - eins og segir í uni-
ræðum á Alþingi 1915) — ekki væri ætlandi, að tilbúinn
verði sæmilegur samastaður handa honum á næslu 2—i
árum. Hér voru honum fengnar tvær stol'ur og eitt sma-
iierl)ergi til umráða. Við þau húsakynni á hann enn að
])úa. Hvernig þessum liúsakosli er háttað, er sjón sögi*
ríkari. 1 þessari dimmu og óvistlegu dómstofu fer mál-
flutningur fram. Einn bekkur, sem 10-12 menn geta setið
á, er ætlaður ha'ði álieyrendum og hæstaréttarlögmönniun,
ef fleiri eru viðstaddir en þeir, sem mál flytja. Það eI'
hvorttveggja, að l'leiri sæti komast ckki fyrir, enda yrð*
ólíft í þessari jiröngu stofu, ef fleiri mönnum ætti [)ar a
að skipa. Þá hafa dómendur sameiginlega eitt starfshcr-
bei’gi móti norðri, sem er (illum sömu ókostum húið og
dómstofan. Enginn staður er til fyrir bóka- og skjalasafn
Hæstaréttar. Skrifstofa hæstaréttarritara er smáherbergi,
sem hvergi mundi við sambærilega stofnun þykja næg*-
lega stórt til að hengja í yfirhafnir. Jafnstórt því er her-
hergi það, sem öllum hæstaréttarlögmönnum er ætlað til
sameiginlegra nola. Ekki er þar sæti fyrir meira en þriðj-
ung þeirra, og enginn vegur er að koraa þar fyrir nauð-
synlegasta safni lagahóka. Ýmsa fleiri ókosti mætti teljn
á húsakosti dómstólsins, en vegna sóma þjóðarinnar verð
ég suma undan að draga.
Háttvirtu samdómendur og lögmenn Hæstaréttar.
Það er einlæg ósk vor allra, að Hæstiréttur megi vaxa
24
Timarit lögfræðingd