Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 33
hugsun. Það ct- okkur fyllilcga ljóst, og það mun verða
okkur hvetjandi leiðbeining í störfum okkar hér fyrir rétt-
inum.
Með munnlegu málsfærslunni er áreiðanlega aukinn
vandi okkar fram úr því, sem var, er svo að segja öll
málafærsla var skrifleg. Okkur er það og augljóst, að
einnig í þessu efni eru talsvert auknar kröfur gerðar til
starfsemi okkar. Ég hygg, að það sé vilji okkar allra, að
sýna einlæga viðleitni til þess að láta þetta fara sem bezt
úr hendi og viljum gjarna mega vænta umburðarlyndis
hinna háu dómenda í byrjuninni, og aðstoðar þeirra í við-
leitni oklvar. Ég leyfi mér að þakka hinum háa dómstjóra
fyrir hin hlýlegu orð, er hann í ræðu sinni mælti til okk-
ar málaflutningsmanna. Ég er þess fullviss, að við mun-
Um allir leggja okkur á hjarta orð hans um að gera mála-
flutninginn hér fyrir réttinum svo sannan, sem á olikar
valdi er. Með þessum ummælum og endurtekinni ósk um
góða samvinnu milli hinna háu dómenda og málaflutn-
ingsmanna, vil ég fyrir hönd okkar málaflutningsmanna
árna hinum virðulega Hæstarétti og hinum háu dómend-
um allra heilla á komandi tímum.
Háttvirtu collegae, viljið þið ásamt mér votta hinum
virðulega Hæstarétti og hinum háu dómendum virðingu
okkar.
Dómstjóri þakkaði ræðuna og var síðan gengið til dag-
skrár og kveðinn upp dómur í fimm málum. Var þá setn-
ingarathöfn þar mcð lokið og gengu þá gestir á hrott.
En síðan voru tekin fyrir önnur mál og var 3-4 vikna
frestur veittur i öllum. Þessir lögfræðingar mættu í rétt-
inum í fyrsta sinn: Eggert Claessen, Lárus Fjeldsted,
Björn Pálsson, Guðmundur Ólafsson, Sveinn Björnsson,
Jón Áshjörnsson.
Athöfnin fór öll fram með þeirri viðliöfn, er samir svo
merkum viðburði, þá er æðsta dómsvald í íslenzkum mál-
um er aftur flutt inn í landið.
Tímarit lögfræðinga
31