Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Síða 69
samt des absolut Souverainitet... Thi stadfeste og be-
krefte vi alle og enliver, tillige med de andre Hans Maje-
stets troe Undersaatter, med dette voris obne Bref Höist-
bemelte Hans Kongelige Majestet som een absolut Sou-
verain og Arveherre, hans Arverettigbed til Island og des
underliggendis Insuler og öer samt alle jura majestatis,
absolut Regjering og alle Regalia. .. At dette forskrefne
af os alle og enhver saavelsom voris Arvinger og Efter-
kommere uden al Svig og Argelist ndi alle sine Punkter
og Artikler holdis og efterkonimis skal, des til Vitterligbed
og ydermere Forsikkring haver vi dette med egne Hender
Underskrevit og med voris Signeter bekreftet. Skeed udi
Island, paa Koppevogs Tliingstad den 28. Juli, Anno 1662“.
Er ljóst af framangreindu, að æðsta dómsvald í íslenzk-
Um málum var hjá konungi, er gat framselt það öðrum
eftir þvi sem henta þótti.
Einveldið hlaut að leiða til ýmissa breytinga á stjórn
danslca konungsríkisins og þá einnig á skipan æðsta dóms-
valdsins. I fyrstn var til þess ætlazt, að æðsta dómsvaldiö
væri í höndum samkundu undir stjórn ríkiskanslarans —
hins svonefnda „kansellís“ — er fór með réttarfarsmál-
efni bæði á sviði einkamála og sakamála.
Tessi skipan kom þó aldrei til framkvæmdar og með
tilskipun 14/2 1661 var lögboðin sérstök stofnun — Hæsti-
réttnr — alveg greind l'rá kansellíinu. Þetta liafði að vísu
gerzt áður en einveldið komst á hér og þess var sérstak-
lega getið, að tilskipunin næði ekki til Noregs. En 14/3
1666 var geí'in út tilskipun fyrir Noreg, þar sem lögboðinn
var norskur yfirhirðréttur, sem var æðsti innlendur dóm-
stóll þar, en dómum hans mátti skjóta til danska Hæsta-
réttarins. Ekki verður séð af handbærum íslenzkum heim-
ildum, t. d. Lov.s. f. Island né fornbréfasafni, að tilsk. um
Hæstarétt hafi verið formlega lögfest hér, en vafalaust má
þó telja, að áfrýiunarheimild frá yfirréttinum hér hafi
haldizt og Hæstiréttur tekið við hlutverki því, sem áður
var hjá ríkisráðinu eða hcrradeginum (samkomu aðals-
Timarit lögfræðinga
67