Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 70
manna og kirkjuhöfðingja), sem stundum fór með dóms-
valdið. 1 framkvæmd var það svo a. m. k. Annars er það
nokkurt vafamál, að hve miklu leyti hægt er að tala uffl
áfrýjunarheimild, þvi að hinn einvaldi konungur taldi
það háð sinum vilja einum, hvort ál'rýjun var leyfð eða
ekld. Sbr. t. d. Reskript 2/2 1709.
Skipulag Hæstaréttar var framan af mjög losaralegt.
Dómendur voru nefndir af konungi og voru nánast skoð-
aðir sem fulltrúar lians, enda gat konungur hvenær sem
var, vikið þehn frá eða, ef svo vildi verkast, virt dóm
þeirra að vettugi og sjálfur ákveðið úrslitin, sbr. t. d.
Reskr. 28/4 1736.
Framan af sótti konungur fyrsta dómþing á hverju ári,
en það var fyrsta fimmtudag í marz og tók konungur þá
þátt í dómsuppsögn fyrsta málsins. Síðar féll þessi siður
niður, en til þess að festa í minni, lnrer sá væri, sem réði,
þótt ekki væri viðstaddur, stóð stóll konungs á sínum stað
i dómsalnum og málflutningsmönnum bar ekki að ávarpa
réttinn heldur nota orðalagið „Majestet“, „Stormægtigste
allernaadigste Arveherre og Konge“ eða því um líkt.
Nokkuð var það misjafnt hversu ráðríldr konungar
voru á þcssu sviði. Friðrik IV. lét mest til sín taka um af-
skipti af Hæstarétti cg úrskurður hans frá 1727 sýnir vel
hver afstaða hans var. Tilefni úrskurðarins var atkvæða-
greiðsla í Hæstarétti, er lconungi féll ekki í geð, en þar
segir: „Som vi ingenlunde vil have vores ord anderledes
forstaende end de efter bogstavens lyde sá haver du (stor-
kansleren) dennem (höyesterettsdommerne) at tilkiende-
give at de engang for alle lader sig dette tiende til alvor-
lige erindring det hogstavelige indhold udi vores aller-
nádigste befalinger stricte at efterleve uden nogen for-
klaring derover at giöre, hvilket vi pá indkommende aller-
nádigste forespörsel ville have os selv alene forbeholdt“.
Ekki var hann einn um þessa skoðun, enda hefur hún
komið fram lijá valdhöfum, lagasmiðum og fræðimönn-
um bæði fyrr og síðar.
68
1 imcirit löqfræðincja