Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 72
skipti ai störfum dómsins. Er kom fram á 18. öld jókst
sjálfstæði dómsins í framkvæmd, enda leiddi það af nýj-
um sjónarmiðum um ríkisvaldið (þrígreiningarkenning-
unni o. fl.). Smám saman var og betur búið að dómnum og
má fullyrða, að hann naut trausts og virðingar bæði innan
konungsríkisins og utan. Kom þetta m. a. fram bæði hja
Islendingum og Norðmönnum, er til umræðu kom og síð-
ar til framkvæmdar, að þessar þjóðir flyttu æðsta dóms-
valdið til sín.
Þegar litið er til binnaralmennuréttarfarslöggjafar, sem
hér var í gildi þar til hæstaréttarlögin 1919, einkamálalög-
in 1936 og lögin um meðferð opinberra mála 1951 komu
til, kemur i ljós, að mikil straumhvörf urðu í þessum efn-
um á síðari hluta 18. og fyrra hluta 19. aldar. N. og D. lög
Kristjáns V. þóttu ekki lengur við hæfi, er nýjar kenning-
ar hins „upplýsta“ einveldis og áhrif stjómarbyltingar-
innar í Frakklandi 1789 og næstu ár komu til. Einn þátt-
urinn í binni nýju löggjöf var tilskipun 11. júlí 1800 um
stofnun Hins kgl. íslenzka landsyfirréttar. Var hér um
mikla réttarbót að ræða, þótt lengstum væri illa að réttin-
um búið. Það er utan marka þessarar ritgerðar að ræða
nánar um Landsyfirréttinn, enda hafa lionum verið gerð
rækileg skil í bók dr. Björns Þórðarsonar: Landsyfirdóm-
urinn 1800-1919 (Isafoldarprentsmiðja h/f, Reykjavík
1947). Eins og þar kemur fram, sbi'. einkum lils. 207-220,
var það fremur sjaldgæft, að íslenzkum málmn var skotið
til Hæstaréttar Dana. Landsyfirdómur var því í fram-
kvæmd lokadómstig í flestum málum, sem fyrir hann
voru lögð, og að því leyti var bann æðsti dómstóll í ís-
lenzkum málum til 1920.
II.
í 10. gr. Dansk-íslenzkra sambandslaga nr. 39, 30. nóv.
1918, segir:
„Hæstiréttur Danmerkur hefur á hendi æðsta dómsvald
í íslenzkum málum, þar til ísland kynni að ákveða að
70
Tímcirit lögfræðinga