Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 73
stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. En þangað til skal
skipa Islending í eitt dómarasæti í hæstarjetti, og kemur
l3að ákvæði til framkvæmda þegar sæti losnar næst í dóm-
inum“.
Samkv. þessu ákvæði bar ríkisstjórnin fram á Alþingi
1919 frumvarp til laga um hæstarétt (Alþt. A.l 1919, bls.
-109-329, þskj. 28). í framsöguræðu dómsmálaráðherra,
Jóns Magnússonar, (Alþt. 1919 B., hls. 789) kemur fram,
nð höfundur frumvarpsins er Einar Arnórsson, er þá var
Prófessor við lagadeild Háskólans. Nýmæli frumvarpsins
vcru mjög sniðin eftir lögum og reglum, er réðu um starfs-
hætti hæstaréttar Dana. Var þetta eðlilegt vegna hins nána
l’éttarsamhands Islendinga og Dana um langan aldur. Is-
lendingar höfðu frá því 1736 sótt fræðilega lagamenntun
sína til Danmerkur. Hæstiréttur Dana hafði um aldaraðir
yerið æðsti dómstóll i íslenzkum málum og bein löggjöf
landanna var að ýmsu sameiginleg eða náskyld. Tengsl
landanna voru og náin á fleiri sviðum. Stjórnmála-, fjár-
hags-, mennta- og verkleg sjónarmið höfðu t. d. mjög mót-
azt fi'á Danmörku. Evrópuófriðurinn 1914-18 hafði þó
haft djúpstæð áhrif, en þau voru fremur í deiglunni, bæði
hér og annars staðar.
Það koin þegar fram í framsöguræðu dómsmálaráðherra
°g síðari umræðum, að tormerki á því að flytja æðsta
úónisvaldið inn í landið voru einkum talin þau, að kostn-
aður yrði of mikill, að hæfir menn í dóminn yrðu vand-
fengnir, að skortur yrði hæfra málflutningsmanna, og að
lagadeild Háskólans mundi verða fyrir áfalli við hina nýju
skipan, ef þaðan færu menn í Hæstarétt, en ýmsum þótti
Pað líklegt. Margir virðast hafa talið munnlegan málflutn-
lrig til lióta, en aðrir voru vantrúaðir og vildu a. m. k. fara
sér hægt í þeim efnum.
Um meðferð málsins á Alþingi skal annars tekið fram:
I efri deild var málinu vísað til „samvinnunefndar alls-
herjarnefnda“ og lagði hún til, að frv. yrði samþykkt.
Nefndin gerði tillögur um allmargar breytingar á þskj.
Tímarit lögfræðinga
71