Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 75
vegna hins munnlega málflutnings og sama væri um mál-
flutningsmenn. Tillagan var þó felld með 17 atkv. gegn 7.
Á fundi í neðri deild 14. ágúst var frumvarpið tekið til
3. umr. Enginn tók til máls. Frumvarpið var síðan sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæðum og endursent efri
deild. 1 efri deild var frumvarpið tekið til einnar umr.
18. ágúst. Framsögumaður (Jóliannes Jóhannesson bfg.)
mælti með því, að frumvarpið yrði samþykkt, helzt í einu
hljóði, með þeim litlu breytingum, er neðri deild hafði gert
á því, enda vænti hann, að deildin teldi þær til bóta. Ein-
ungis forsætisráðherra (Sigurður Eggerz) tók til máls.
Hann komst að orði á þessa leið: „Jeg vil aðeins taka und-
ir síðustu orð háttv. frsm. (Jóh. Jóh.) um það, að hv. deild
samþ. frv í einu hljóði. Þessi dagur er merkilegur í sögu
þjóðarinnar, þegar það er ákveðið, að æðsta innlenda
dómsvaldið verði flutt inn í landið“. Frumvarpið var síðan
sam]). með 12 samhljóða atkvæðum og afgreitt sem lög
frá Alþingi (sbr. A-deild, þskj. 406).
Lögin voru staðfest af konungi 8. október 1919 sem lög
nr. 22. þ. á.
III.
Alkunnugt er, að ófriðurinn 1914-18 olli þáttaskiliun í
veraldarsögimni, enda er hann af ýmsum talinn aldahvörf
19. og 20. aldar. Bandaríki Norður-Ameríku áttu mikinn
þátt í sigri Vesturveldanna og þá jafnframt í hruni keis-
aravelda Austurríkis, Þýzkalands og Rússlands. Veldi
Habsborgara var brytjað sundur, Þýzkaland sneitt og
lamað, en í Rússlandi varð ofan á nýtt stjórnarfonn —
stjórnarfar kommúnismans. A ófriðarárunum losnuðu
mjög öll tengsl Islands við meginland Evrópu, enda vor-
um við Islendingar þá algerlega háðir engilsaxnesku veld-
unum, bæði um markað og samgöngur, en í kjölfarið
sigldu ýmiss konar áhrif á sviði andlegs lífs. Rússneska
byltingin hafði djúp áhrif á öllum sviðum og áttu þau
greiðan gang vestur á bóginn, enda var Mið-Evrópa nán-
Tímarit lögfræðinga
73