Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 77
svo mikil, að draga yrði úr gjöldum, jafnvel þótt réttar- öryggi kynni að biða einhvern hnekki. Sparnaðarviðleitnin beindist einkum að því að fækka dómendum úr 5 i 3 og leggja dómritarastarfið niður. Á Alþingi 1924 bar dómsmálaráðherra (Jón Magnús- son) fram frumvarp til laga um breytingar á hæstaréttar- lögunum. Friunvarpið bar hann fram sem þingmaður, enda var forsætisráðlierrann (Sig. Eggerz) því andvígur. Breytingarnar voru flestar mjög til þess fallnar að veikja dóminn. Lagt var til, að dómendum yrði fækkað úr 5 í 3. Rýmkað var um dómaraskilyrði á þá leið, að allir héraðs- dómarar, er verið höfðu í embætti í 3 ár voru nú taldir hæfir, en áður einungis dómarar í kaupstöðum landsins. Áðm- var boðið, að eigi mætti setja dóm með færri dóm- endum en 5, en nú nægðu 3. Þó var ákvæði um, að lögin kæniu eigi til framkvæmda fyrr en fast dómaraembætti losnaði næst í dóminum. Hefði því mátt ætla, að á meðan svo var, yrði varadómari kvaddur til, því að er hér var komið hafði einn hinna föstu dómenda (Halldór Daníels- son) andazt og voru dómendur þá 4. Sú leið var þó ekki farin, er frumvarpið vaíð að lögum, heldur var það heim- ildarákvæði, að 3 dómarar nægðu til þess að dómur væri fullskipaður, framkvæmt á þann veg, að einn hinna föstu dómenda „sat hjá“ í hverju máli. Enn var sú breyting gerð, að í stað „dómstjóra“, er konungur skipaði áður, kom „forseti“, er dómurinn kaus sjálfur til eins árs i senn hið skemmsta. Bráðabirgðaákvæði eldri laganna um rýmri heimild til skriflegs málflutnings, en lögin gerðu almennt i’áð fyrir, var fellt niður, en hins vegar var almenna heim- ildin til skríflegs málflutnings heldur rýmkuð. Þá voru önnur bráðabirgðaákvæði felld niður. Sjálfri málsmeð- ferðinni var hins vegar ekki breytt að ráði að öðru en því, að nú gat dómari, sem gert hafði ágreining, krafizt þess, að ágreiningsatkvæði hans yrði birt ásamt dómi í máli. Samkv. eldri lögunum var hæstaréttarritari skipað- Ur af konungi og 1. einkunn skilyrði til starfans, enda var Tímarit löqfræöinga 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.