Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 79
Og ákveðið andmælt hinni nýju skipan, enda mun og lög-
oiannastéttin almennt liafa verið henni andvíg.
IV.
Þótt dómendum væri fækkað 1924, voru menn almennt
oánægðir með þá lausn, en sparnaðarsjónarmið réðu úr-
slitum, eins og áður var vikið að. Einkum var það lög-
fræðingastéttin, sem taldi úrbóta þörf og þá einnig á
sviði réttarfars almennt.
Revndi liún að halda málinu vakandi, en varð lítið
ógengt um sinn. Að þvi rak þó, að tillögur til breytinga
komu fram.
Á Alþingi 1930 bar ríkisstjórnin fram frumvarp til laga
Um fimmtardóm. (Alþt. 1930, A-deild, bls. 161—191,
þskj. 22). Var þar lagt til, að Hæstiréttur skyldi lagður
niður, en í lians stað koma annar æðsti dómstóll ríkisins,
oefndur fimmtardómur, á ensku the Supreme Court, og
tilsvarandi heiti á öðrum erlendum málum. Mörg ákvæði
frumvarps þessa voru að efni til eins eða mjög lík ákvæð-
um hæstarcttarlaganna, en önnur fólu í sér breytingar,
er miklu máli skiptu. Auk nafnbreytingarinnar, sem virð-
ist nokkuð langsótt, voru breytingar, er mestu þóttu
varða, þær, er nú skal greina:
1. Dóminn skyldu skipa 3 aðaldómendur og 2 auka-
dómendur. Forseta dómsins og aðaldómara skyldi kon-
Ungur skipa, en aukadómara skyldu kennarar lagadeildar
velja úr sínum liópi til ákveðins máls í senn eða um til-
tekið tímabil.
2. Margbrotin mál, umfangsmikil eða vandasöm, skyldu
ö dómendur dæma, en annars aðaldómararnir 3. Aðal-
dómendur skyldu skera úr því með atkvæðagreiðslu,
hvort aukadómara skyldi kveðja til.
3. Helztu breytingar á dómaraskilyrðum voru: Aðal-
dóniara mætti eigi skipa eldri mann en 60 ára og eigi
uiátti hann gegna starfi lengur en til 65 ára aldurs. Fellt
var úr gildi það skilyrði, að dómara„efni“ skyldi sýna
rtinarit lögfræðingo
77