Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 83
fallið úr handriti eða við prenlun. Umræður urðu all-
langar og snerust mest um þau eí'ni, sem að framan eru
i'akin.
Frumvarpið var samþykkt til 2. umræðu með 8 at-
kvæðum gegn 4 og til 3. umræðu með 7 atkvæðum gegn
6. Einu sinni var frumvarpið tekið á dagskrá til 3. um-
ræðu, en þá frestað og ekki tekið á dagskrá framar.
V.
Með lögum nr. 48, 14/C 1929, var forsætisráðherra veitt
heimild til þess að skipa svonefnda laganefnd. Hlutverk
nefndarinnar er m. a. að vera ríkisstjórninni til aðstoðar
við samningu lagafruinvarpa. Heimildin mun þegar hafa
verið notuð og voru skipaðir í nefndina: Einar Arnórs-
son, hæstaréttardómari, Stefán Jóh. Stefánsson, hrl., og
Rergur Jónsson, sýslumaður. Tveir hinir síðarnefndu
voru alþingismenn, og háru þeir fram á Alþingi 1935
frumvarp til laga um breytingu á hæstaréttarlögunum
(Alþt. 1935, A-deild, þskj. 98, l>ls. 296—302). Frá því var
skýrt í greinargerð og framsögu, að frumvarpið væri
samið af laganefndinni, en óljóst er, hvers vegna ríkis-
stjórnin bar frumvarpið ekki fram, þótt getur mætti að
því leiða. Hins vegur kom það skýrt fram í umræðum,
að ríkisstjórnin var frumvarpinu fvlgjandi, svo og flokk-
ai' þeir, er að henni stóðu. Umræðurnar urðu talsvert
Persónulegar og allheitar á köflum, enda munu og stjórn-
málaerjur hafa sett blæ sinn á þær. Aðaldeilan var um
afstöðu framkvæmdavaldsins annars vegar og dómsvalds-
i'is liins vegar. Andmælendur frumvarpsins töldu það
auka vald framkvæmdavaldsins um of og skerða þá jafn-
framt réttaröryggi í landinu. í því efni þótti þeim einlcum
varliugavert, að liið svonefnda dómarapróf skyldi af-
uumið. Af liálfu ríkisstjórnarinnar var því lialdið fram,
að deilan um dómaraprófið snerist í raun og veru um
það, hvort framkvæmdarvaldið ætti að liafa á hendi val
hæstaréttardómara eða hvort ]iað ætti að vera hjá rétt-
Tímarit lögfræðinga
81