Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 86
í embættin, er fé var veitt til. Þá aðferð taldi flutnings-
maður bera að liafa og benni var siðar beitt, þegar fjölgað
var. En með því móti fengu liinir skipuðu dómarar réttar-
stöðu samkvæmt 57. gr. stjórnarskrár 18/5 1920, er þa
var í gildi (sjá nú 61. gr. Stjórnarskrár 1914), og tækifsei'i
til „bringls" með embættin vai'ð þvi bverfandi, ef nokkurt.
Hin leiðin var, að settir yrðu menn í embættin. En þa
var undir fjáx'veitingai-valdinu kornið, hve lengi þeir störf-
uðu. Nú eru fjái'lög allt annars eðlis en venjuleg löggjöf,
sett með öðrum liætti og timabundin. Skipan Hæstaréttar
ldaut þvi að komast á enn meiri ringulreið, ef siðari
leiðin var farin, og vii'ðist iiún þvi sínu verri en hin fyrri.
En um báðar má segja, að fjölgun og fækkun dómara í
Hæstai'étti verður að telja til breytinga á skipun dóms-
valdsins og greind lagaákvæði þvi bi-ot á 55., sbr. 57. gi'-
stjórnarskrái'innar 1920 (sbr. nú 59. og 61. gr.). Oi’ðið
lög í 55. gr. verður ekki talið ná til fjái'laga og kgl. til-
skipun ásamt fjárlagaákvæði vii'ðist ekki fidlnægja kröf-
um um sjálfstætt dónxsvald né ákvæði 55. og 57. gr. stjórn-
ax-skrárinnar 1920. Fjölgunar- og fjárlagaskilyrðin eru að
vísu sett með alnxennum lögum, en slíkt fraxnsal löggjaf-
arvaldsins verður að telja óheimilt. Þetta verður þvi ljós-
ara, þegar höfð eru í huga oi’ð flutningsmanns tillögunn-
ar á iþskj. 220 við 3. umræðu í neðri deild, en þar sagðist
honunx á þessa leið m. a.: „ ... Ég hef þá ti'ú, að ekki verði
fjölgað í Hæstai'étti, nema því aðeins að menn verði
óánægðir með liann. M. ö. o. að ákvæði um fjölgun á
hæstaréttardónxui’um komi franx eins og nokkurs konar
vantraust á þeinx dónxurum, senx fyrir eru“. í unxræðum
lconxu þó franx andmæli gegn því vantrausti, er frurn-
varpið iþótti lýsa á Hæstarétti. Fræðimenn hafa hallazt að
þvi, að þau ákvæði, sem hér hafa verið i*ædd, væru and-
stæð stjórnarski'ánni eða a. m. k. á mörkum þess (sbr.
t. d. Bjai-ni Benediktsson. Ágrip af íslenzkri stjórnlaga-
fræði II, 1940, bls. 33—34, og Ólafur Jóhannesson, Stjórn-
skipun Islands 1960, bls. 277).
84
Tímarit lögfræðinga