Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 87
Hér að framan var þess getið, að ákvæðið í frumvarp-
inu um fimmtardóm um opinbera ráðagerð og atkvæða-
greiðslu dómenda gátu sum ekki staðizt (opinber ráða-
gerð), en önnur voru umdeild. I frumvarpi 1935 var borfið
frá opinberri ráðagerð og atkvæðagreiðslu, en hins vegar
gert að skyldu að birta ágreiningsatkvæði í lieild ásamt
dómi. Var því ekki mikið deilt um þetta efni, en iþó dálítið
í efri deild.
Auk þeirra meginbreytinga, sem hér hefur verið vikið
að og um var deilt, voru í frumvarpinu ýmsar breytingar,
sem lítt eða ekki var deilt um og horfðu flestar til bóta.
Eftir að frumvarpið liafði verið samþykkt, var það stað-
fest af konungi sem lög nr. 112, 18/5 1935.
I fjárlögum fyrir árið 1936 og síðan var veitt fé til launa
tveggja nýrra dómara. Þeir voru þó ekki skipaðir fyrr en
23/5 1945 frá 1/5 s. á.
VI.
Tillögur iþær til breytinga á hæstaréttarlögunum frá
1919 og breytingar þær, sem náðu fram að ganga, beind-
Ust einkum að skipun dómsins, dómaraskilyrðum og
úkvæðum um málflutningsmenn, en fremur litið að rétt-
urfarinu sjálfu og þá helzt að atkvæðagreiðslu dómenda
°g samning dóms. Ýmis framkvæmdarefni voru þó lag-
fserð í samræmi við fengna reynslu, t. d. útgáfa dóma-
safns, ákvæði um fresti o. fl. Þá var og horfið að því, að
dóniendur kysu forseta dómsins og dómurinn réði sér
ritara, en í þessar stöður skipaði konungur áður. Er frá
leið, féllu og niður allar deilur um munnlegan málflutn-
lr»g, enda munu flestir, er reynslu hafa af honum, telja
hann betri en skriflegan.
Meginreglur bins eldra réttarfars réðu i Hæstarétti eins
°g í héraði, svo sem reglur um sönnun, þýðingu viður-
kenningar aðila, reglan um afdráttarlausan málflutning
°- s. frv.
Reglur um meðferð opinberra mála i Hæstarétti voru
T'ímarit lögfræðinga
85